Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 72
72
steypist daglega niður yfir jörðina, skellur á blöðum
trjánna og hripar af þeim niður i jarðveginn. I jarð-
vegi þessara skóga er moldin svört og augótt; mold-
arlagið er 1—2 fet á þykkt, og er þar hrúgað sam-
an rotnandi leifum af greinum, blöðum, blómum og
ávöxtum. Hvergi á jörðunni finnst eins risavaxinn
og margbreyttur gróður eins og f þessum skógum, og
gróðurinn hefur heldur hvergi við eins góð kjör að
búa. Trjen verða afarstór, um 150 fet á hæð, há-
skógurinn ; þar fyrir neðan koma svo lægri trje og
fyrir neðan þau önnur enn þá lægri, og svo koll af
kolli; neðst koma runnar og stórar jurtir. Hvar
sem ljósið kemst að, er fullt af gróðri. Alstaðar eru
jurtir. Stofnar og limar trjánna eru oft alþaktar
gróðri. Hvergi er auður staður, nema þar sem skóg-
urinn er svo þjettur að myrkt er milli trjánna. Teg-
undirnar eru ákaflega margar. I Suður Ameríku á
svæði að stærð 3/4 úr milu uxu 400 trjátegundir.
Þessir skógar eru oftast blandaðir.
fí. fíarrviðar*kógar.
a. Barrviðarskógarnir eru flestir sígrænir. Blöðin
sitja á trjánum i mörg ár. Blöðin eru ákaflega
mörg og þeim er þjett raðað, en lítil eru þau og
mjög mjó, nokkuð svipuð nál að lögun. Af þeim
plöntum er vaxa á Islandi svipar eini hvað mest til
barrtrjánna hvað blaðlögun snertir. Einirinn er og
mjög skyldur barrtrjánum. Það, er nú verður greint
frá 8kógum þessuin, verður. aðallega miðað við barr-
viðarskógana í Norðurálfunni, af því að þeir eru
mönnum best kunnir. Hjer verður að eins talað um
furuskóginn og greniskóginn.
Furuskógur. Furan (pinus silvestris) vex í
mjög margs konar jarðvegi: i þurum og heitum