Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 74
74
einhversstaðar náð í ofurlitla glætu. Jarðvegurinn
er þakinn hrönnum visnaðra blaða. A haustin vex
aragrúi af sveppum í þessum blaðahrönnum. Þar
sem meiri birtu ber á, verður gróðurinn ríkulegri;
allmiklar mosabreiður liggja á moldinni, og þar inn-
an um sjást einstaka blómplöntur, svo sem fagur-
blóm og skógafjóla, og auk þess burknar og jafni.
Bláberjalyng vex og sumstaðar. Loftið í greniskóg-
unum er rakameira en í furuskógum, og er því
gróður greniskóganna ekki eins háður úrkomunni.
b. Ein tegund barrviðarskóga er sú, er fellir
barr sitt hvert haust. Þenna skóg má kalla barr-
fallsskóg. Skógur þessi er óblandaður og trje það er
skóginn gjörir heitir barrfellir (larix). Barrfellirinn
þolir meira frost en önnur barrtrje. Barrfellisskógar
eru einkum i Síberíu og jafnvel þar sem kaldast er
í Síberíu ; hann þolir betur þurk en greni og getur
látið sjer nægja stutt sumar. Hvað líf hans snertir
er minna komið undir vetrarríki en sumarhita. Barr-
fellirinn er ljóstrje. Bjart er í þessum skógi og
skógarjarðvegurinn er þvi mjög gróðursæll. Bæði
vaxa þar mosar, burknar og blómjurtir. Þessi gróð-
ur skógarjarðvegsins er t. a. m. í Altai mjög risa-
vaxinn og eyðir þar jafnvel sjálfan skóginn. Er
eyðingin mest fólgin í því, að ungviðið nær ekki að
þróast, og þótt árlega falli margar miljónir barr-
fellisfræa niður í þetta jurtastóð, eru þau að eins
mjög fá, er geta fest rætur. Hundrað ára gamlar
barrfelliseikur gnæfa hátt yfir þetta risavaxna jurta-
stóð.
II. Áhrif skógarins á loftslag og jarðveg.
1. Hiti lo/tnins. Aður en skýrt er frá áhrifum
skógarins á lofthitann, þykir hlíða að fara nokkrum
orðum um, hvað það er, sem hitar loftið og á hvern