Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 78
78
yrði þurrari og í mörgum tilfellum miður heppileg-
ur fyrir gróður.
Haunt. A haustin er munurinn ekki eins mik-
ill. Reiknað eftir dagraælingum var skógarloftið
0,45° kaldara en sje einnig reiknað eftir náttmæl-
ingum var það 0,24° heitara en loft á bersvæði.
Munurinn á hita skógarloftsins í misjafnri hæð verð-
ur einnig minni. Loftið í iimkrónunni var að eins
0,35° heitara en i 5 feta hæð.
Vetur. Ahrif skógarins á hitann að vetrinum
eru mjög litil. Að vísu er. skógarloftið lítið eitt
kaldara en loft á bersvæði, sje reiknað eftir dag-
mælingum, og svipað er með jarðvegshitann. At-
hugavert er, að loftið i lirokrónunni er ekki kaldara
en loftið á bersvæði, eins og vant er, heldur er það
litið eitt heitara eða munurinn er enginn. Sje með-
altalið reiknað eftir hæsta hitastigi um daga og
lægsta um nætur, verður skógarloftið litið eitt heit-
ara en loft á bersvæði. A nóttunni verður aldrei
eins kalt í skógnum eins og á bersvæði. Ef sunn-
anvindur er nýrunninn á, þegar mælt er, er skóg-
arloftið kaldara en loft á bersvæði, en sje mælt, þá
er norðanvindur er nýkominn, er skógarloftið heit-
ara. Hvorttveggja sýnir að skjótar skiftir um hita.
á bersvæði en f skógnum.
Að tala um meðalhita í hverjum mánuði yrði
of langt mál og er því slept.
Hitinn verður aldrei eins mikill í skóginumeins
og á bersvæði, og það verður aldrei eins afarkalt í
skóginum eins og á bersvæði. Skógurinn dregur
því úr hitanum og kuldanum, eða jafnar loftslagið.
Eyddist skógurinn mundi verða meiri munur á hita
og kulda, sumarið heitara og veturinn kaldari.
Samkvæmt því, er nú hefur sagt verið, er