Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 79
79
svalara í skóginum að deginum en á bersvæði, og
eftir því sem heitara er, er munurinn meiri, og
mestur er hann að sumrinu og um hádegisbiliðr
rcinnstur á vetrum (og ter þá eftir áttum og veðr-
áttu). Einnig hefur verið tekið fram, að hiti skóg-
arloftsins vex upp á við, er lægstur á yfirborði
jarðvegsins, en hæstur í limkrónunni. Einnig er
loftið í limkrónu trjánna lítið eitt kaldara en á ber-
svæði í 5 feta hæð.
Loftið í skóginum er kaldara en loftið á ber-
svæði að deginum. Loftið í skóginum er þyngra en
loftið fyrir utan. Þegar heitt loft mætir köldu
lofti, þá streymir kalda loftið að neðan inn undir
heita loftið, en heita loftið stígur upp og breiðist
yfir kalda loftið. Skógarloftið streymir því á dag-
inn út úr skógnum með jörðinni og út á skóglausa-
svæðið, en heitara loftið yfir bersvæðinu streymir
inn yfir trjátoppana, kólnar er það snertir limarn-
ar, því þær eru kaldari en loftið, og streymir þá
niður í skóginn og kemur í stað þess lofts, er
streymir út úr skógnum með jörðunni. A bersvæði
er því uppstraumur, en í skógnum ofanstraumur,
eins konar hringrás. Útstraumur þessi úr skógnum
er áþreifanlegastur neðst við jörðina og mestur um
hádegisbilið og á sumrin. Á vetrinn er hann lítill
og stundum enginn.
Á nóttunni er skógarloftið heitara en loftið á
bersvæði, af því að limkrónan hindrar útgeislun hitans
frá jarðveginum. Eftir sólarlagið fer því kaldara
og þjettara loftið af bersvæðinu að streyma inn í
skóginn, skógloftið stígur upp, þjettist og kólnar, er
það snertir blöðin, er þegar eru farin að kólna sök-
um útgeislunarinnar. Mest ber á þessum straumi,
þá er mestur munur er á hitanum í skóginum og á