Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Qupperneq 80
80
bersvæði, raest i logni fyrir sólaruppkomuna. Ef
maður reykir t. a. ra. vindil í skóginum aðdeginum,
sjest útstraumurinn greinilega á því, hvernig reýk-
inn ber. A sama hátt má sjá innstrauminn á nótt-
unni. Afleiðing af því, að loftið þannig stöðugt dag
og nótt fer hringferð sína frá bersvæðinu til skóg-
arins, er sú, að skógarloftið endurnýjast ávalt, og
það hefur eigi all-litla þýðingu fynr gróðurinn í
skógnum. Útstraumurinn úr skógnum, er á sjer
stað um daga, hefur og eigi all litla þýðingu fyrir
gróðurinn á bersvæðinu umhverfis skóginn, af þvf
að skógloftið er svalara og rakameira. í sumar-
hitunum hefur það mjög mikla þýðingu. A vetrinn
þar á móti litla eða enga.
2. Jarðvegshitinn. Meðalhiti ársins. 4 fet nið-
ur frá yfirborði jarðvegsins er meðalhiti ársins hjer
um bil eins; munurinn er í hæsta lagi 0,50°. I
skógarjarðvegi er munurinn minni en á bersvæði.
Mestur var hitinn í yfirborðinu, en lægstur i 4 feta
dýpt. Þetta á jafnt við skóg sem bersvæði. Með-
alhitinn minnkar því lítið eitt niður í 4 feta dýpi
eins og þessar tölur sýna:
Yfirborð */* fet 1 fet 2 fet 3 fet 4 fet
Bersvæði 7,74 7,18 7,32 7,44 7,32 7,28
Skógur 6,12 5,78 5,86 5,87 5,77 5,74
Mismunur 1,62 1,40 1,46 1,57 1,55 1,54
Þetta er meðaltalið af öllum athugunum. Munurinn
frá 0— 4 fet er mjög litill og frá */* - 4 fet er hit-
inn hjer um bil eins.
Þegar hærra dregur til fjalla, verður hiti jarð-
vegsins minni, en fellur, er hærra dregur, mun fljót-
ar á bersvæði en í skógi.
Arsmeðalbiti skógarjarðvegsins er minni en á
bersvæði. Munurinn er hjer um bil l*/a° R. eða