Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 84
84
hrifin á kuldann snertir er hið sama að segja. Hita-
mælirinn fellur aldrei eins lágt i skógarjarðvegi
eins og fyrir utan hann. Skógurinn jafnar því hit-
ann í jarðveginum eins og hitann í loftinu, lækkar
hæstu hitastigin en hækkar lægstu hitastigin. —
3 Ahrifín d vatnsforða loftsim. I loftinu er
ávalt meira eða minna vatn. Loftið fær vatnið frá
hinum stóru úthöfum að mestu leyti, og auðvitað
einnig frá stöðuvötnum, ám og lækjum, fönnum og
ís. Hitinn hefur þau áhrif á vatnið, að það eimist,
verður að lofti. Vatns-eimurinn í loftinu er ósýni-
legur, en þegar hann kólnar og þjettist, verður hann
sýnilegur og verður þá að skýjum eða þoku. Vatn-
ið fellur aftur til jarðarinnar sem regnvatn, hagl
eða snjór. Regnvatnið sígur f jörðina og af þvi
koma ár og lækir. Vatnið er því á stöðugri hring-
rás frá jörðu upp í loftið sem vatnseimur og úr
loftinu til jarðar sem regn eða snjór. Það er venju-
lega komist svo að orði, að vatnseimurinn þjettist
og verði að vatni, er hann kernur hærra upp 1 loft-
ið, þar sem kaldara er. Þessu er einnig þannig
varið. Menn kalla að loftið sje mettað vatnseim, er
það getur ekki rúmað meira. Akveðið rúmtak af
lofti þarf ávalt við sama hitastig jafnmikið vatns-
megn til að mettast, en því heitara sem verður, þarf
loftið meira vatn til að vera mett, og þvi kaldara
sem loftið er, þvf minna vatn getur loftið rúmað.
1 teningsmetri lofts er mettur
við -í- 20 stig C. af 1,5 grammi vatns
------=_ 10----------2.9----------------
0----------5,4----------------
- 4- 5----------------7,3-----------
-----1_ 10------------9,7-----------