Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 85
85
við -}- 15 stig C. af 13,0 gramnii vatns
----1_ 20----------17,3----------------
----(. 25 --------- 22,5 --------------
----1_ 30 --------- 29,4 --------------
Loft, sem er 10° heitt og mettað vatnseim hef-
ur því í hverjum teningsmetra 9,7 grömm vatns.
Kólni þetta loft um 5 stig, verður það að sleppa
2,4 grömmum vatns úr hverjum teningsmetra, því
við 5 stiga hita getur það ekki rúmað meira en
7,3 grömm vatns. Af þessu verður skiljanlegt
hvernig á þvi stendur, að vatnseimur loftsins þjett-
ist og verður að regni, er fellur til jarðarinnar, þá
er loftið kælist. Efri loftslögin eru kaldari en hin
neðri; þegar þvi heitt loft mettað vatnseim stigur
upp, kólnar það, er ofar dregur, og verður þá að
sleppa nokkru af því vatni, er það hefur i sjer,
samkvæmt því er nú var sagt.
Hvað vatnsinnihald loftsins snertir er tvenns
að gæta. Fyrst er að athuga hvað mikið vatn
finnst í gefnu rúmtaki lofts, án þess nokkuð tillit
sje tekið til hitans, eða með öðrum orðum hvað mik-
ið vatn er i loftinu. Með því að mæla þrýsting
vatnseimsins í loftinu finna menn vatnsmegn þess.
Hitt atriðið er að finna, hve mikið vatn er í loftinu
við ákveðin hitastig, og ákveða,hvort loftið er mett-
að vatnseim eða ekki; og sje loftið ekki mett, þá að
ákveða, hve mikið vanti á að það sje mett. Efhiti
loftsins er 20° Celsius, þarf hver teningsmetri lofts
að hafa 17,3 gröm vatns til að vera mettur. Sýni
nú mælingin að einungis sjeu 13 gröm í hverjum
teningsmetra, þá má reikna af því hve marga parta
af hundraði vanti á raettingu loftsins og er það of-
ur einfalt. Fyrst reiknar maður út hve margir
hundraðspartar hið roælda vatnsmegn er, miðað við