Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 86
86
það vatnsmegn, er þarf til að metta loftið. Dæmið
er sett upp þannig x = 75. Vatnsmegn
loftsins, 13grömm, svarar því til 75°/o þegar mettun-
arvatnsmegnið, 17,3, svarar til 100. Hlutfallið milli
hins mælda vatnsmegns og mettunarvatnsmegnsins,
i dæminu er nefnt: hinn viðmiðaði lottraki, þ. e.
raki loftsins er gefinn þannig til kynna að miðað er
viðmettunarvatnsmegnið ogjafnframt sýnt, hvað mikið
vantar á, að loftið sje mett. I dæminu er loftrakinn
75°/o eða með öðrum orðum: Þegar mælingin fór
fram, vantaði 25n/o upp á að loftið væri mett.
Loft er kallað mjög þurt ef hinn víðmiðaði
loftraki er 55°/o, sje hann 56—70°/o er loftið þurt,
sje hann 71—85°/o er loftið rakt en sje hann 86—
100°/o er það mjög rakt.
Af þvi er nú hefur sagt verið er það auðskii-
ið, að loftið verður þurara við hitann, en rakara við
kuldann, þótt vatnsmegnið ekki breytist.
Vatn það, er i loftinu er, hefur afarmikla þýð-
ingu fyrir allt líf á jörðunni. Það er t. a. m. öllura
kunnugt hver munur er á eyjalofti og meginlanda
lofti. Eyjaloftið dregur úr hitanum á daginn og
sumrin, og dregur einnig úr kuldanum á nóttunni
og vetrinn. Að eyjaloftið getur haft þessa verkan,
er af þvi að það er rakara. Geislar sólarinnar
fara gegnum þurt’ loft án þess að hita það, en
vatnseimurinn bindur hitann; þegar því sólargeisl-
arnir fara gegn ura rakt lof't, þá bindst nokkuð af
hitanum af vatnseim loftsins, þannig stendur á því
að eyjaloftið lækkar hitann þegar heitt er. Jarð-
vegurinn verður ekki eins heitur í röku lofti, eins
og hann mundi verða, ef loftið væri þurrara. A
nóttunni hliflr raka loftið jörðunni, varnar hitanum af