Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 87
87
jörðunni að streyma út í geiminn, hindrar útgeislun
hitans frá jörðunni.
Hvað nú snertir samanburðinn á skógi og ber-
svæði, þá er enginn raunur á vatnsmegni í skógar-
loftinu og í loftinu fyrir utan skóginn. Með öðrum
orðum 1 teningsmetri skógarlofts hefur í sjer jafn-
mikið vatn og 1 teningsmetri lofts á bersvæði.
Vatnsmegnið var mest að sumrinu, minnst að vetr-
inum og hjer um bil jafnt haust og vor, og á það
jafnt við skóg og bersvæði. Öðru máli er að gegna
um hinn viðmiðaða loftraka, en hann er, hvað
liflð á jörðunni snertir, miklu þýðingarmeiri. Ahrif
skógarins á loftrakann eru miklu meiri en á vatns-
megnið.
Arið. Að meðaltali er skógarloftið rakara en
loft á bersvæði, þótt vatnsmeguið sje hið sama, og er
skýringin sú, að loftið í skóginum er kaldara og
þess vegna nær þvi að vera mett.
Arsfjórðungarnir. A sumrin er ioftið þurrast,
af því þá er hitinn mestur. En eins og þegar hef-
ur verið tekið tram, þarf heitt loft miklu meira
vatn til að mettast. Næst sumrinu er vorið, þá
haustið, en vetrarloftið er rakast, og orsakast það af
kuldanum. Þessar tölur sýna mismuninn:
vor sumar liau.it vetur
bersvæði 74,96°/o 71,91o/o 82,72o/o 84,19o/o
skógur 80,660/0 81,20°/o 87,94o/o 89,43®/o
mismunur 5,70°/o 9,28o/o 5,22°/o 5,24o/o
Þessar tölur sýna, að loftið í skóginum er miklu
rakara cn loft á bersvæði, og er munurinn lang-
mestur að sumrinu. Þetta hef'ur allmikla þýðingu,
því hið raka lofc skógarins breiðist út um bersvæð-
ið umhverfis skóginn, eins og fyr er ritað, svalar
gróðrinum þar á daginn, en hindrar hitageislunina