Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 88
88
frá jörðunni á nóttunni; dregur t. a m. úr vorfrost-
inu, er drepur svo oft hinn unga vorgróður. Skóg-
urinn hefur í stuttu máli þau áhrif á loftið um-
hverfis, að það verður rakara.
4. Áhrifin á vatnið i jarðveginum. Hvort sem
vatnið er fast (snjór, is) eða fljótandi, eimist það,
hvort heldur loftið er kalt eða heitt, sje það ekki
mett vatnseimi. Eftir því sem heitara er, eimist
meira af vatninu, af því loftið þá þarf meira vatn
til að mettast. Það vatn er eimist bera vindarnir á
braut í allar áttir til ýmsra staða. Þurrir vindar
eru ákaflega skaðlegir fyrir jurtagróðurinn. Þur og
ómettur loftstraumur þýtur stöðugt yfir gróðurinn,
sýgur í sig alt það vatn er hann nær á fluginu,
fer svo áfram, en ávallt kemur þurt loft að nýju
og sýgur og sýgur stöðugt, þangað til alt er skræln-
að og þurt. Mestur hluti vatnseimsins í loftinu kem-
ur eins og fyr er sagt úr hafinu.
Það hefur verið tekið fram, að skógarloftið er
svalara og rakameira en loft á bersvæði, sömuleið-
is ber minna á afli vindanna í skóginum; þar er
annaðhvort logn eða hægviðri; þá er alls þessa er
gætt, virðist það augljóst, að minna eimist af jarð-
vegsvatni í skóginum en á bersvæði. Þessar tölur
sýna muninn og eru þær ársmeðaltal:
Bersvæði . . 3180,42 teningsþumlungar
Skógur . . . 1163,88 -
Mismunur . . 2016,54 -
Þessar raælingar eru miðaðar við vatnsflöt í skógi
og á bersvæði. Eiming vatnsflatarins í skóginum
var 2,7 eða 64°/o minni en frá vatnsfleti á ber-
svæði, eða með öðrum orðum þegar 100 teningsfet
vatns urðu að eim á bersvæði, þá eimdust í skógi