Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Qupperneq 89
89
að eins 36 teningsfet. Ekkert getur sýnt mismun-
inn, ljósar en þessar tölur.
Ársfjórðungarnir. Eiming vatnsins var mest
að sumrinu, þar næst kom vorið, þá haustið, en sið-
ast veturinn.
Meðaltal i teningsþumlungum:
bersvæði skógur mismunur mismunur í hundraðspörtum
sumar 1223,3 428,54 794,76 64,9°/o
vor 907,63 390,67 516,96 57,0°/o
haust 610,74 213,18 407,56 66,7o/o
vetur 313,45 110,56 202,89 64,8°/o
Eg læt mjer nægja að láta þessar tölur skira mis-
muninn. Þó skal það tekið fram, að áhrif skógarins
á eimingu vatnsins eru miklu meiri en áhrifin á
lofthitann; að áhrifin verða svo mikil á jarðvegs-
vatnið, er meðfram af því hvað loftið er rólegt og
kyrrt í skóginum.
Það sem nú hefur sagt verið um eiming vatns-
ins var sjerstaklega miðað við vatnsflöt í skógi og
á bersvæði, eins og tekið hefur verið fram. Það er
æði margt, sem eiming jarðvegsvatnsins er háðr
bæði eðli og ástand jarðvegsins, jarðvegshitinn, vatns-
megn jarðvegsins, skýli, landslag, vindar og vind-
staða. Að tala um alt þetta yrði hjer oflangt mál*
og þess þarf ekki heldur við samanburðinn á skógi og
bersvæði. I jarðvegi, er ekkert skýli hafði, var
eimingin svipuð og frá vatnsfletinum, en í þöktum
jarðvegi var eimingin miklu minni. I þöktum skóg-
arjarðvegi eimdist helmingi minna vatn en i berum
skógarjarðvegi. Þakið (oft visin blöð) er því eins
þýðingarmikið til að draga úr eimingu jarðvegs-
vatnsins eins og sjálfur skógurinn.