Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 91
91
bjálpa stormarnir til við eyðing jarðvegsins. Leys-
ingarlækirnir byrja á verkinu, en vindurinn lýkur
við það. Stundum byrjar vindurinn á gróðurlausu
skellunum, stundum i jarðföllunum, þyrlar þar upp
jarðvegnum og grefur sig niður í hið fasta undirlag,
raelinn eða klettana, síðan holar hann undan gróð-
rinum, og rótaflækjurnar hanga þar niður af börm-
unum í stórum flixum, og losna um síðir og falla
niður; þannig heldur vindurinn áfram, þangað til
eýðileggingarstarfiuu er lokið, ef menn horfa á það
með hendur í vösum, eins og gert hefur verið á
íslandi. Þessi jarðvegseyðing verður oft á mjög
skömmum tíma, og ,þar sem fyr var fagur skógur',
stendur nú eftir ber og kaldur melurinn. Smám-
saman fer svo melurinn að gróa, ein og ein planta
berst 1 hann og festir rætur, og efdr langan tima
verður haun þakinn gróðri. Eyðing skógarjarðvegs-
ins er mjög algeng á Islandi, einkum í hlíðum; en
oft líka á sljettlendi; eg þart ekki annað en minna
á alla sljettu melana, er svo viða sjást á landinu;
eg veit það hljóta allir að kannast við þá, því
þjóðvegurinn liggur venjulega um þá. A allflest-
um þessum melum hefur áður verið skógur; má
leiða rök að þvi á ýmsan hátt, en hjer yrði það of
langt mál.
Eg hef við þessa ritgjörð sjerstaklega stuðst við:
E. Warming: Plantesarafund, og
E. Ebermayer: Die physikalischen Einwirkungen
des Waldes aut Lutt und Boden,
auk fleiri bóka er of langt yrði upp að telja.