Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 95
]and, og getr vel verið, að hann hafi eigi komið
fyr en um 940—950 og eigi tekið höfðingsskap fyr
en ef til vill á elliárum sínum (um 960).1 2
Það virðist eigi vera nægilega rökstutt hjá
Guðbrandi Vigfússyni (Safn I. 236, 249), er hann
dregr þá ályktun af hinum helztu höfðingja-ættum
f Hegranesþingi á sögu-öldinni, að Skagafjörðr hafi
verið mjög seint numinn, miklu síðar en héruðin
báðu megin (Húnavatnsþing og Vaðlaþing). Það
hefði mátt merkilegt heita, 'ef Sæmundr enn suðr-
eyski og Skefill* hefðu verið þeir einu landnáms-
menn, er komið hefðu út í Skagafirði á fyrra helm-
ingi landnámstiðarinnar (um 890), en hinir flestir
eða allir 20—30 árum siðar (910—920) og hefði
mestr hluti héraðsins staðið ónuminn alla þá stundr
þar sem þetta eru þó einhverjar hinar beztu sveit-
ir að landkostum. Það er aðgætandi, að í Skaga-
firði eru ættir taldar frá mjög fáum 1 andnámsmönn-
um tiltölulega, og er þvi hæpið að ákveða land-
námstima héraðsins eptir þeim einura, eins og G.
V. gjörir. Ldn. telr upp marga skagfirzka land-
námsmenn, án þess að geta um niðja þeiira, og má
ætla, að ýmsir þessara manna hafi komið út löngu
á undan Goðdælum og Höfðamönnum. Þótt Eiríkr
1) 6. V. ætlar, að Hjalti bafi lifað til 970—75 (Safn I.
249—50, 387, 496), en þá er eigi líklegt, að liann hafi komið út
nálægt 920.
2) Skefill kom út rétt á eptir Sæmundi og tók nokkuð af
landnámi hans, og mætti ætla, að Sæmundr hefði þá aukið land-
nám sitt annarstaðar, þar sem ónumið var. Nú vísar hann (löngu
síðar) Hrolleifi til landa á Höfðaströnd (Ldn. III. 4) og sýnist
því hafa verið húinn að helga sér þar land. Má vera að Höfða-
Þórðr o. fl. hafi numið land »með ráði hans« þótt Ldn. geti
þess eigi (sbr. Eyrh. 6. k. um Björn austræna).