Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 97
97
það til þess, er hann er kallaðr »leysingi Yxna-
Þóris«,með því að einn sonarsonr hans (Ölvir hvíti)
hefir vérið orðinn roskinn maðr um 890—900, og
Ofeigr lafskegg, hinn eini af sonum Yxna-Þóris, er
hingað kom, hefir vist komið mjög gamall út (sbr.
Safn I. 254, 265). Þá er Þórir dúfunef kom skipi
slnu í Gönguskarðsárós, var bygt allt hérað fyrir
vextan, o: landnám Sæmundar, Skefils, Úlfijóts, Alf-
geirs, Þorviðar (og ef til vill líka Hávarðs hegra er
kann að hafa þegið land að Sæmundi), hitt lá allt
ofar, sem Eirikr nam, og það, sem Þorkell víngnir
nam, var nokkuð úr vegi, svo að það kemr hér
eigi til greina. Það er vel hugsanlegt, og jafnvel
sennilegt, að mikill hluti héraðsins, utan frá Tinda-
stóli og inn fyrir Mælifell, hafi verið numinn nokkru
fyrir árið 900, og sama má segja um Blönduhlíð-
ina og út til Gljúfrár, þótt siðar kæmi í Skaga-
fjörð ættfeðr þeirra, er urðu þar mestir höfðingjar á
söguöldinni og síðar (Goðdælir, Höfðamenn, Hjalt-
dælir, Ásbirningar). Það á einmitt við Skagafjörð,
sem G. V. segir um Þingeyjarþing (Safn I. 260.
bls.): »Héraðið skiptist í roörg landnám og smá, er
þvi erfiðara að ákveða um bygðartímann en ella*.1
1) Auftanvert við Skagafjörð virðast lönd hafa verið seint
numin (nema einhverjir hafi verið komnir þar á undan þeim, sem
vér höfum nú sögur af, eða Sæmundr helgað sér land háðum
megin fjarðarins, eins og t. d. Bálki i Hrútafirði, Ldn. II. 32) en
sumir landnámsmenn úti á Fljótaskaganum munu mega teljast
með hinum eldri, t. d. Brúni enn hvíti, hafi Klaufi að Barði (f.
um 960) verið 4. maðr frá honum, sem sýnist víst (Tim. Bmf.
III. 109. nm.). Likt má segja um Þormóð enn ramma, langafa
Hriseyjar-Narfa, og Grunnólf gamla í Olafsfirði, sem fór úr Sogni
fyrir víg Végeirs, föður Véhjarnar Sygnakappa (nálægt 890 eða
fyr, Tím X. 132 nm.). Hafi ýmsii útkjálkar í grend við Skaga-
7