Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 99
9Ö
slenjit saman í munnmælum, þar sem hin fyrri er
kölluð »Þórunn» i Hauksbók og Melabók,1 2 og óljóst
bergmál af þvi nafni gæti »Jórunn« i Þórðar sögu
verið.* Þótt Özurar Arngrímssonar sé eigi getið
annarsstaðar en í Þórðar sögu, þá er ekkert því til
fyrirstöðu, að hann hafi getað verið uppi um það
leyti, sem sagan til visar, og frásögnin um hann
geti verið rétt i aðalatriöunum, og sama má segja
um fieiri menn, sem við söguna koma, svo sem þá
bræðr Ásbjörn og Orm, Þorvald i Engihlið, Þórhall
í Miklabæ, Kálf á Kálfsstöðum o. fl. Sumt í sög-
unni nær reyndar engri átt (þar er t. d. nefndr
»Jón«(!) bóndi að Hvassafelli í Norðrárdal á 10. öld),
enda hafa hinar mörgu fyrirsátir Özurar og ýms
fleiri atvik allmikinn ýkjublæ, auk þess sem út-
koma Þórðar er tengd við víg Sigurðar konungs
slefu, er eigi fær staðizt tímans vegna (Safn I. 370
— 71) en þrátt fyrir þetta þarf sagan eigi að vera
tilhæfulaus, fremr en t. d. Svarfdæla saga og Há-
varðs saga Isfirðings, sem settar eru saman eptir ó-
ljósum og ýktum munnmæium, en hvlla þó á sögu-
legum grundvelli.
En hvað sem annars má segja um áreiðanleg-
leik Þórðar sögu, þá munu varla geta leikið tvímæli
á því, að ættartölurnar frá Miðfjarðar-Skeggja og
Guðrimu Klyppsdóttur i niðurlagi hinnar meiri sögu
1) Svona hafa fornir sagnamenn slengt saman nöfnunum á
foreldrum Alfifn, móður Sveins konungs Knútssonar (Ælfhelm og
Wulfrnn), er hún er kölluð »dóttir Alfrúns jarls« (Fms. XI. 200).
2) Auðvitað getr það eigi verið nema óvis tilgáta, að Jór-
unn i Þórðar sögu sé sama kona og Þórhildr i Þorleifs þætti
(og Svarfdælu), en mjög er það titt i ýktum sögum, að menn sé
rangnefndir.
7*