Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 100
100
(úr »Vatnshyrnu«, sjá útg. 1860: 103—105.) sé óháð-
ar sögunni og hafi sitt gildi út af fyrir sig, enda er
eigi að sjá af þætti Sigurðar konungs slefu i Flat-
eyjarbók (I. 19—21: Fms. III. 83—88), að íslandsf'ör
Guðrúnar og rnóður hennar hafi staðið í neinu sam-
bandi við útkomu Þórðar hreðu, þvi að þáttrinn
getr hans als eigi. Þó hefir gagnrýnin einnig fund-
ið ýmislegt athugavert við þessa sögusögn. Það
mun vera kunnugt flestutn, er stund leggja á nor-
ræna sagnafræði, að hinn frægi sagnaritari Norð-
manna, P. A. Munch (f 1863), kunni vel að meta
gildi fornsagna vorra, enda segir hinn danski fræði-
maðr Joh. Steenstrup (í »Normannerne« III. 445) að
hann hafi haft sterka trú á þeim, og mun eigi of-
sagt, að hann hafi skilið anda hinna fornu íslenzku
sagnamanna óliku betr en ýmsir danskir sagnfræð-
ingar gjöra, þótt honum hætti of mjög við að eigna
Norðmönnum verk íslendinga (sbr. Safn I. 137—184).
En nú vikr því svo við, að hann hefir efast um,
hvort það væri rétt hermt hjá íslendingum, að
Guðrún, dóttir Klypps hersis Þórðarsonar, hafi giptzt
Einari Eyjólfssyni að Þverá, og þau átt mörg börn
saman (sjá N. F. H. I. 2. 32. n.). Heldr hann jafn-
vel, að þetta muni vera smíðað til vegs íslenzkum
ættum. Nú með því að búast má við, að þeim,
sem tortryggja sögur vorar miklu fremr en Munch
hefir gjört, þyki lítið mark takandi á þessari sögu
um kvonfang Einars Þveræings, virðist eigi vanþörf
á að skoða, hvort eigi renna undir hana nægar
stoðir til þess, að hún geti talizt áreiðanleg.
Nú stendr svo á, að Ldn. getr hvorki um
kvonfang Einars né telr upp börn hans, og sama
er að segja um sögur þær, er hann kemur helzt
við (Glúmu og Ljósv.). Þær minnast als eigi á konu