Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 102
102
lingi Skjálgssyni, og vísar það þá til þess, að hann
hafi verið sömu ættar (o: einn af niðjum Hörða-
Kára). Þáttr Sigurðar slefu í »Flat.c nefnir bana-
mann Klypps Ögmund Hörða-Kárason, og er hann
annarstaðar (Hkr. 173. bls., Ól. s. Tr. 60. k.; Fms.
I. 287: Ól. s. Tr. 143 k.) talinn afl Erlings Skjálgs-
sonar, svo að hér virðist helzt vera ágreiningr um
nafnið, en sögunum ber saman um það, að frœndi
Klypps hafi vegið hann. Fagrsk. (31. bls.) segir, að
Sigurðar slefu hafi hefnt »hirðmaðr hans, sá er hét
Sigurðr®. í Þórðar sögu (útg. 1848 6. bls.) er bana-
maðr Klypps netndr Hróaldr Ögmundarson, Hörða-
Kárasonar og bendir það enn á mismunandi sögu-
sögn, fremr en tilbúning söguritarans.1 Þórðr hefnir
þar bróður sins, eins og við er að búast af sögu-
hetjunni.2 Það sem segir f niðrlagi »Þáttar S. sl.«
um flótta Alofar og Guðrúnar dóttur hennar til Is-
lands með Böðvari, bróður Halls af Síðu,3 er í engan
stað ólíklegt, þótt þess finnist eigi getið annarsstað-
ar. Það kemr eigi heldr f bága við neinar aðrar
sögur, að Einarr Eyjólfsson frá Þverá hafi fengið
Guðrúnar Klyppsdóttur, eins og þáttrinn segir, miklu
fremr styrkist það af ýmsu sem nú verðr til tint, og
sama er að segja um það, að Einarr hafi átt mörg
1) Sagan lætur og Hróald vega »þann mann annan, er hét
Ogmundr ok var Yalþjófsson* og er hugsanlegt að þetta stafi frá
óljósri endrminningu um Vémund völubrjót, er Hkr. telr höfð-
ingja fyrir liði Klypps.
2) »Þ. S. sl.« lætr frændr Klypps hefna hans raeð því að
hrenna Ögmund inni, og kann það að vera missögn, sprottin af
brennu Þórólfs skjálgs Ögmundarsonar (Fms. I. 292; 01. s.
Tr. 145).
3) Ætt Böðvars kemr saman við ætt Hörða-Kára, og hefir
hann því verið í frændsemistölu við Klypp (sjá Ldn. IV. 7.).