Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 108
108
Einari Þveræingi Járnskeggjasyni, þvi að bæði benda
nöfnin og önnur atvik til þess (sbr. tilgátu sr. E. 0.
Br. í Tíru. Bmf. III 103. i.m.).
Seint á 12. öld eru nefndir meðal eyfirzkra
höfðingja Onundr Þorkelsson á Laugalandi (f Hörg-
árdal, siðar i Lönguhlið) og Einarr Hallsson frá
Möðruvöllum. »Þeir áttu báðir goðorð saman ok
frændsemi. (Sturl.1 3. 10, I. 133) og má ætla, að
goðorð þeirra hafi verið fengið að erfðum frá nið.i-
um Þóris Helgasonar á Laugalandi og Þveræinga
eða Möðrvellinga hinna fornu, og líkt má segja um
goðorð Halls Kleppjárnssonar að Hrafnagili (Sturl.*
3, 22, I. 227; 4. 9. II. 16) sem átti Einar fyrir son,
og kynni að hafa verið frændi »Einars Hallssonar frá
Möðruvöllum. (sbr. sr. E. Ó. Br. iTím. Bmf. IV. 135
og Ark. VIII. 343 og 344), en alt er þetta óvist, og
eigi ber þá framar á hinum einkennilegu ættnöfn-
um úr Klypps ættinni' hjá höfðingjum Eyfirðinga.
Svo hefir alment verið talið, að hinni fornu
söguöld vorri sé lokið um 1030, eða við lát þeirra
Skapta lögsögumanns og Snorra goða, enda er fátt
skrásett um þau tíðindi, er gjörðu*t hér á landi það-
an at til loka 11. aldar, og það sem fært er i frá-
sögur, snertir flest annaðhvort klerka og kirkjuleg
málefni eða þá íslenzka menn, er koma við Noregs-
konungasögur. Að fráteknum Bolla-þætti aptan við
Laxdælu, sem ketnr mjög illa heint við aðrar sögur,
og þætti Þorsteins Síðu-Hallssonar, er snertir lielzt
fáa menn á Austfjörðum, eru Bandamannasaga og
seinni hluti L)ósvetningasögu (»Eyjólfs saga«) hinar
einu íslendingasögur um tímabilið 1030—1100. En
1) Þorkell og (ruðrún eru algeng nöfn, og þurfa eigi að
vera þaðan.