Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 109
109
hvorug þessara sagna getr talizt fullkomlega áreið-
anleg, þótt báðar segi frá sönnum atburðum. Ljósv§
er óskipuleg og blandar saman eldrum mönnum og
yngrum, (flytr. t. d. Hlenna enn gamla, Knút kon-
ung ríka, Drauma-Finna og jafnvel Alf í Dölum
íram á seinna helming 11. aldar, og setr á einum
stað (27. k. ísl. fs. I. 234) Einar gamla Þveræing
(»Guðmundar bróður«) fyrir Einar Járnskeggjason),
en Band. er auðsjáanlega nokkuð ýkt og mjög hlut-
dræg gegn mótstöðumönnum Odds Ófeigssonar,1 2 svo
að það þarf að athuga frásögn þeirra vandlega, og
bera hana saman við öll önnur skírteini, sem föng
eru á, en meðal þeirra eru ættartölurnar, og hefir
nú verið minst á eina þeirra, er Þórðar saga í
Vatnshyrnu hefir varðveitt.*
1) Band. ber t. d. Hermundi að Gilsbakka mjóg illa söguna,
en menn fá alt aðra hugmynd um liann af þvi sem frá honum er
sagt í Skáld-Helga-rímum (Grönl. hist. Mind. II. 486). Sbr. þessi
visu-orð eptir Arnór jarlaskáld (Sn. E. I. 318):
Hjálp þú, dýrr konungr, dýrum
dags grundar, Hermundi.
2) Ritgjörð þessari fylgir «Ættskrá Þveræinga«, sem prent-
uð er sjer á blaði og fest aftan við þetta hindi Timaritsins.