Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 113
113
nái aptur tálmalaust landi sínu með öllum réttind-
um og kvöðum óskertum og heiium, þegar féð er
endurborgað honum eða erfingjum hans, Englands-
konungum, á áreiðanlegum stað í Amsterdam eða
Antwerpen, og bréf það, er hann hefur »upp á land-
iðí, skal leggja fram þar og skila Danakonungi
aptur. Ef Englakonungr vill eignast landið, skal
hann borga drottni (konungi) mínurn féð á áreiðan-
legum stað í Antwerpen eða Amsterdam, og þar
mun konungr hafa til taks slik skýrteini, ernægja«.
»Hans Holm«.
Vorið 1518 fór Holm til Hollands og gekk illa
að koma út Islandi. Auðséð, er að Kristján vildi
heldur selja hollenzkum borgum Island en Engla-
konungi, enda var hægra að ná því aptur frá þeim.
Vildi hann því láta þær fá það fyrir minna verð en
England. Holm hélt áfram til Englands, en sam-
kvæmt brjefi frá Frantsis Cobel til Kristjáns annars,
dags. í Haag 25. ágúst 1519 (Fasc. Chr. secundi,
Rigsarkivet), hefr hann samið við borgirnar við
Oberyssel, auk fyrnef'ndra bæja, um Islandskaupin.
Fór Cobel til Hafnar að semja við konung fyrir
hönd þessara bæja. Segir hann að bæir þessir vilji
fegnir standa við það, sem hefr samizt með þeim í
Höfn, og lúka málinu, konungi til gagns og heiðurs.
En Kristján var þá allr í Svíum. Svo virðist sem
sendiherra Dana við Niðurlandshirðina, Jörgen Scot-
borgh hafi tekið við málinu af Hans Holm. Hann
ritar í bréfi til Kr. 2. frá Amsterdam 27. júlí 1519:
»Um Island hef jeg engu framgengt fengið, því
hér er ekkert samlyndi milli borganna. Amster-
damsborgarar vilja fegnir, en skortir efni til
8