Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 115
llö
hannes HoIm«, á að seinja um á Englandi. Eng-
lendingar haíi farið með ránum á íslandi í langan
tíma. »Það er alkunnugt að Englendingar, með fyr-
irlitningu fyrir tign vorri, hafa valið sér stað á landi
voru Islandi (Iszlandia) og víggirt hann móti vilja
vorum til þess þeir ættu hægra með að kúga þegna
vora og skorast undan vorum konunglegu sköttum
og skyldum.« Átti Holm að heimta 10,000 pund í
skaðabætur fyrir dráp Sveins skrifara og ýmsar
gripdeildir. Kristján kveðst mundu láta rannsaka
gagnkærur Englendinga. Skjalið er oflangt til að
setja það hér, en ekki er minnst á íslandskaupin í
því. Á það er ritað með annari hendi: non sortie-
bantur effectum (hlotnaðist eigi fram að ganga).
Það er auðséð, að Islandskaupin áttu að fara leynt,
því þau eru að eins nefnd í »prívat« minnisbréfi
Holms.
En það er að segja frá Hinrik, að hann dró
allt á langinn mánuðum saman. Wolsey kardínáli
var að semja við Frakka, og átti að bíða þess að
þeim samningum lyki. I bréfi dagsettu í Greenwich
6. nóv. 1518 ritar Hinrik Kristjáni með mestu vin-
semd og alúð. Minnist hann á, að Holm hafi auk
erinda sinna þýðingarmikið mál (gravioris momenti),
sem hann, Hinrik, hafi ráðgast um við ráðgjafa sína.
Hafi hann gefið Holm sura svör skrifleg, en beðið
hann að segja Kristjáni munnlega í trúnaði frá öðru.
Hann ritar á huldu, en að hann meini Islandskaup-
in, má sjá af nafnlausu bréfi i Rigsarkivet, í skjöl-
um Holms, er hljóðar svo:
»Vér Hinrik etc. lýsum yfir með bréfi þessu,
að vér höfum með samþykki ráðgjafa vorra lofað
bandanianni vorum Kristjáni etc. og lofum og
8*