Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 118
118
Týla aptur höfuðsmann á íslandi. Týli fer þá til
Islands að vinna landið frá Hannesi Eggertssyni,
sem hann telur uppreistarmann, af því hann fylgir
Friðriki fyrsta, móti hinum lögvalda konungi. Hann
rekur erindi herra síns og er enginn víkingur. Ekki
hefur hann heldur getað gert áhlaup á Bessastaði
1524, því hann er ekki á lifi f desernber 1523.
Hann hefur þá gert áhlaupin, eða áhlaupið, á Bessa-
staði sumarið 1523. Má ráða það af bréfi frá Niku-
lási Péturssyni kansellera, til Kristjáns annars, dag-
settu í Mecheln 12. des. 1523.1 Segir hann Hans
Herold, sendiherra, flytja þau skilaboð frá Englandi,
að Hinrik konungr vilji ekki eiga neitt við ísland,
síðan Englendingar færðu honum fréttir þaðan um
at'töku Týla Péturssonar og annara Kristjánsmanna,
og vilji hann því ekki lána fé upp á Island. Hin-
rik hefr ætlað sér að ná Islandi með aðstoð Týla,
meðan allt var í uppnámi í Danmörku, en Þjóð-
verjar og höfuðsmaður komu honum í hel, áður til
þess kæmi, og Hinriki varð ekki kápan úr því
klæðinu. Týli á betra eptirmæli skilið en hann
hefr fengið hjá Islendingum. Finnr Magnússon hefr
sýnt,2 að verzlun Englendinga var landsmönnum
hagstæðari en annara þjóða, og niðurdrep landsins
af siðbótarinnar völdum hefði ekki átt sér stað,
hefði Týli haft sitt fram, því hin enska kirkja
breyttist lítið við siðabótina. En íslands óhamingju
verður allt að vopni.
Kristján hélt, eptir sem áður, áfram að nauða
á Hinriki um Islandssölu eða lán, og fór sjálfr tii
Londou að semja um það og annað við þá Wolsey,
1) Allen: Breve og ,-iktstykker til Chr. II. Hist. 1854,1.121.
2) Tidsskrift for nordisk Oldkyndigbed II. 124.