Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 119
119
i júní 1523. Semja þeir 13. júní, að Englendingar
megi verzla og fiska við Island, fremur öðrum, þ. e.
verzlun Hansastaðanna átti ad bola burtu. Hinn
30. júní endurnýja þeir samning feðra siuna, 1490,
um verzlun milli landanna. Hinrik kvaðst eigi geta
lánað fé upp á Island, þvi hann ætti fullt i fangi
með Skota og Frakka. En þá var Týli enn á lífi.
Kristján sendi frá Hollandi, þar sem hann sat, hvern
sendimanninn á fætr öðrum að bjóða Hinriki Is-
land, 1523—24.’ Hinn 11. janúar 1524 ritar hann
kansellera sínum frá Berlín, að þó að Hans Herold
færi þá fregn, að Englakonungr vilji ei lána upp á
ísland, þá hafi samt Baker, sendiherra Hinriks, rit-
að sér, að Hinrik inundi þiggja eyna fj7rir fé, biðr
hann kansellerann að senda Antonius strax til Eng-
lands og leggja sig í líma. Kansellerinn ritar 3. og
27. apríl, að hann hafi nú talað við Baker um þetta.
Kristján biðr þá kansellerann að fara sjálfan til
Englands og reyna. Hinrik áleit revndar Kristján
en ekki Friðrik vera lögmætan konung Danmerkur,
en skellti þó við skolleyrunum, enda hafði hann
ærið að starfa í ófriði við Frakka. Voru likur til
að Island mundi laust fyrir, meðan innanlands ófrið-
ur var i Danmörku. En þegar Kristján var orðinn
þreyttur á að nauða á Hinriki, veitti hann þýzkum
aðalsmanni, Klaus van Hermelinck, Island að léni,
ef lén mætti kalla.
I enskum bréfum frá þessum tíma er opt
minnst á »íslandsfiotann« svo kallaðan (Iselond
fleet), því England hafði þá heilan skipastól við Is-
land, og varðskip til að gæta þeirra fyrir Skotum
og Frökkum. Sumarið 1524 voru 7 Islandsför og
1) Allen: Breve ete. Passim. Ekdahl 643, 682.