Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 121
121
13. okt. 1532, afsakar Friðrik fyrsti þetta, og kall-
ar það neyðvörn. En Chapuys, sendiherra Karls
fimmta á Englandi, ritar honum 16. des. 1532, að
sendimaðr frá Friðriki sé í London til að sýna, að
dráp 40 eða 50 Englendinga á Islandi hafi verið
þeim sjálfum að kenna. Englakonungr er reiðari
Hamborgurum en Dönum. Jacobus Deidonanus
skrifar Kristjáni þriðja frá London 1. júní 1552,1 að
60 skip sigli árlega frá Englandi til íslands, svo
ekki hættu þeir Islandsferðum eptir Grindavíkr-
slaginn.
Kristján þriðji reyndi að fara eins með Island
og Kristján annar. Pétur Suavenius, sendiherra
hans á Englandi, ritaði dagbók frá febrúar til júli-
mánaðar 1535. Talaði hann við Cromwell, sem þá
var hægri hönd Hinriks. Hinn 15. marz spurði
promwell hann, hvað Danir gætu látið í aðra hönd
fyrir hjálp Englands gegn flansastöðunum, hann
hefði heyrt að Danmörk og Noregr ættu margar
eyjar, gæti konungr (H. 8.) eignast eina þeirra.
Suavenius svaraði, að Skotakonungr hefði fengið
Orkneyjar til afnota fyrir fé þangað til Danakon-
ungr borgaði mundinn og leysti þær út. Ef Engla-
konungr vill borga mundinn, munu þessar eyjar
seldar honum i hendur til afnota, með sömu skil-
dögum og Skotar hafa þær nú. Islatid, er fjöldi af
enskum og þýzkum kaupmönnum sækja, mun
kanske selt í hendur hans Hátign að veði fyrir
tiltekirini fjárupphæð um tíma«.2 Aptur ritar
Edmund Boner Suaveniusi í janúar 1536, að þó að
1) Diplomat. Flensborg. 99ö—7.
2) Articoli de pace goncilianda . . . Crunrwello traditj. We-
gener Aarsberetn. III.