Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 122
122
kansellerinn og WJlf Powys vilji, að Hinrik taki
ísland og Færeyjar að veði fyrir hjálp þá, er hann
knnni að veita Danakonungi, þá gangi hann ekki
að því. Richard Cavendish ritar Suaveniusi 27. jan.
1536, að hann hafi talað við hertogann af Holseta-
landi 'Kr. III., sem Hinr. 8. kallaði svo, því Kr. II.
var hinn iöglegi konungr í hans augum) og samið
við hann. Hann vilji fá 100,000 pund að láni, og
lofl í staðinn liði á sjó og landi, endurborgun og að
gefa honum Island og Færeyjar til marks um það
(for a token).1 I dagbók sinni segist Cavendish
hafa beðið um Höfn að veði, en kansellerinn hafi
sagt, að herra sinn hefði ýmsar eyjar, svo sem Is-
land og Færeyjar, sem honum kynni að lítast á.
Næsta dag talar hann við Kristján þriðja, sem sagði
honum, að Englakonungr gæti fengið tvö stór lönd,
Island og Færeyjar, og væru i öðru þeirra, nl. Is-
landi, miklar gnægtir af brennisteini. Cavendish
þótti veðið of lítið. Fór þá Kristján og ráðgaðist
við ráðgjafa sina, og er hann kom aptur, kvaðst
hann engum parti af ríki sinu sleppa vilja nema
þessum eyjum, sem hans Hátign skyldi fá í kaup-
bæti, auk endurborgunar lánsins.
Nú var svo komið að Danir vildu láta Island
af hendi rakna við England fyrir svo sem ekk-
ert, en Hinrik hafði þá svo mikið að vinna innan-
iands, að hann sinnti því ekki. Þannig fórst það
fyrir, að Hinrik áttundi eignaðist ísland, en víst er
um það, að ekki hefði hann sleppt tangarhaldinu á
því, ef hann hefði tekið það að veði. Hitt er líka
1) Articuli de pace concilianda . . . Cramwello traditj. W e-
gener Aarsberetn. IV.