Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 125
125
burðarfræði, dýrafræði (einkum skorkvikinda), land-
og hallamælingar, reikningur og teikning. Við skól-
ann eru 5 fastir kennarar. Skólatíminn er tvö til
þrjú ár. VerKlegt próf fer fram á haustin og bók-
legt á vorin. Skólinri er undir umsjón kennslumála-
ráðaneytisins og nýtur hann styrks af ríkissjóði.
Nemendur borga 25 kr. um mánuðinn og fá fyrir
það kennslu, húsrúm, ljós, hita, og middegisverð í
skólanum. Nærri mun láta að kostnaður fyrir hvern
nemanda sé 600 kr. um árið, ef sparlega er áhaldið.
Nemendatala hefir nú seinni árin verið kringum 30.
Land það, er skólinn á, er 341/* dagslátta; eru þar
ræktaðar flestar þær plöntur, er þýðingu hafa í
garðyrkjunni, og er þar mikið safn af þeim; mun
óhætt að segja að af fleiri ára blómjurtum finnast
hvergi f Danmörku eins margar tegundir og afbrigði
(Varieteter). Þar er sérstaklega mikil áherzla lögð
á ræktun ávaxtatrjáa vegna þess að gjörð er mikil
krafa til garðyrkjumanna þar að lútandi. Matjurta-
garðurinn er sérlega vel yrktur og fállegur; er
hann um l1/* dagslatta, og þó eru kartöplur og
fóðurrófur ekki ræktaðar í honum, heldur á landi
þar nálægt, sem leigt er undir skólann.
í sumarleyfinu ’95 var eg á Borgundarhólmi.
Þar er ýmislegt að læra viðvikjandi trjárækt og
öðru fleiru; vil eg því minnast lítið eitt meira
á það.
Eyjarbúar hafa á hinum síðari árum sýnt mik-
inn dugnað i jarðrækt og yfir höfuð í öllum land-
búnaði. Skilyrði fyrir jarðræktinni eru þó ekki
eins góð þar eins og annarstaðar í Danmörku að
Vestur- og Norður-Jótlandi undanskildu. Eyjan ligg-