Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 127
127
Eftir miðri eyjunni liggur stór lyngheiði írá
norðvestri til suðausturs, þar er jarðvegurinn léleg-
ur. Fvr á öldum var þar mikill skógur, sem kall-
aður var »konungs almenningur«, en hann gekk
mjög til þurðar vegna illrar meðferðar, ekki ein-
göngu af hendi eyjarbúa, heldur lika vegna út-
lendra ræningja, er rændu þar og stálu og gjörðu
önnur spellvirki. Arið 1774 vildi stjórnin selja það
sem eftir var af skóginum, en gat ekki fengið það
verð, er henni líkaði, og varð þvi ekkert af sölunni.
Um aldamótin síðustu var ekki eftir af þessum forna
og fallega skógi annað en lágvaxið kjarr og ein-
staka gömul eikartré á strjálingi.
Arið 1801 kemur nýr maður til sögunnar, Hans
Römer að natni. Hann var settur af stjórninni til
að hafa umsjón yfir leifunum af hinum forna skógi.
Hann tókst þegar á hendur að græða skóginn, hlóð
vörzlugarða úr grjóti, lagði nýja vegi, sáði trjáfræi
og plantaði stór svæði með trjám. Að þessu starfi
vann hann af mesta kappi í 36 ár og vannst ótrú-
lega mikið og nú er »Almenningurinn« orðinn einn
af hinum fallegustu skógum í Danmörku. Þegar
menn fóru að sjá, að skógræktin heppnaðist svo vel
þarna á heiðinni, létu aðrir eyjarbúar sér þetta að
kenningu verða, fóru að rækta tré, komu upp skjól-
plöntunum og smáskógum, sem nú er orðið mikið
af. Jafnframt því að trjáræktin blómgaðist þá fór
það á sömu leið með aðra jarðyrkju. I skjóli
trjánna fór akuryrkjan að ganga æ betur og betur,
og nú má þar í eyjunni sjá eins fallega akra eins
og jafnvel á Sjálandi.
í sumarleyfinu '96 ferðaðist eg um Jótland til