Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 128
128
þess að kynnast trjárækt þar á heiðunum; var eg
styrktur til þeirrar ferðar af hinu kgl. danska land-
búnaðarfélagi. Þótt eg hafi skrifað stutta ritgjörð
um það i ísafold (XIII. árg. 75. bls.), þá vil eg þó
fara nákvæmar út i það hér. Sæmundur Eyjólfs-
son hefir áður, einnig í Isafold, ritað ítarlega um
sama efni.
Ferðina hóf eg frá Kaupmannahöfn á járn-
braut til Arósa, þar er aðalskrifstofa Heiðafélagsins
og sneri eg mér til forstöðumanns hennar yfirskóg-
gæzlumanns (Skovrider) Johansen’s og með hans
hjálp fékk eg gjörða ferðaáætlun. Hélt eg svo
vestur á heiðar að Hjöllund, Palsgaard og Kolpen-
sig, þaðan vestur að Birkebæk til yfirskóggæzlu-
manns Chr. Dalgas, sonar E. Dalgas ofursta. Jafn-
framt þvi að hann hefir mikla gróðrarteiga (Plan-
tager) til yfirráða, þá heldur hann líka skóla; í hon-
um er kend trjárækt, og vanalega fá nemendur
þaðan stöðu sem tilsjónarmenn við trjáplöntun.
Ennfremur eru þar á Birkebæk talsverðar vatns-
veitingar og mýrarækt (Mosekultur). Þaðan hélt
eg niður eftir til Hasselvig, þar sem vatnsveitingar
eru mestar, og þaðan til Skovbjærg til að sjá mýra-
ræktina þar, síðan suður með vesturströndinni til
Varde og Esbjærg. Þegar eg hafði kynnt mér
heiðaræktina, eftir því sem timi og tækifæri leyfði,
fór eg norður á Skaga og dvaldi þar um tíma til
að kynnast sandgræðslunni þar, og þaðan hélt eg
aftur til Kaupmannahafnar.
Eins og kunnugt er hefir Heiðafélagið mest
unnið að ræktun á hinum ófrjóu Jótlandsheiðum;
það var stofnað 1866. Formaður félagsins var E.
Dalgas ofursti, 3em mörgum íslendingum er að góðu
kunnur. Hann dó 1894 og hafði þá fengið svo