Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 130
130
úti á gróðmrteigunum að kalla mátti frá morgni til
kvölds. Þar er eingöngu plantað fjallfuru og greni.
Fyrir 18 árum var byrjað á því, og er þar nú
myndarlegur skógur sumstaðar. Grenið var nokk-
uð lægra en furan, því það vex seinna, en inni í
skógunum var komið allra bezta skjól, enda voru
þar einstöku blettir, þar sem ræktað var korn og
kartöplur o. fl., og óx það þar mikið vel. Hefði
skjólið ekki verið, mundi vöxturinn hafa verið lítill
eða enginn.
Það sem Danir kalla »Planteskole« og á is-
lenzku kynni að mega heita gróðrarreitur, er ofur-
lítið svæði oftast nokkrar dagsláttur að stærð, vana-
lega ferhyrnt í lögun. Þarf það að liggja i skjóli,
þvi þar eiga trén að alast upp, þangað til þau eru
orðin fær um að verða plöntuð á þann stað, sem
þau eiga að vaxa á. Barrtrén eru tímguð með fræi,
og eru fræbeðin vanalega höfð f gróðrarreitnum.
Þau eru 1 alin á breidd og svo löng sem þört er
á. Fram með hliðunum liggja mjó borð á rönd og
yfir beðin eru svo lagðar trjágrindur til hlifðar fyr-
ir fuglum o. s. frv. A þessum fræbeðum fá trjá-
plönturnar að standa eitt eða tvö ár, og er þeim
sfðan plantað út i gróðrarreitinn í 4 feta breið beð
i 8 raðir eftir endilöngu, með 2—3 þumlunga bili
milli plantnanna í röðunum, eru þær svo látnar
standa þar í tvö ár. A þessum beðum er þeim
skýlt með grenihrfslum, sem stungið er niður á ská
við norðurhlið beðsins. Þaðan eru þau sfðan flutt
og ■ plöntuð þar sem þau eiga að vaxa og eru þau
þá 6—8 þuml. há. Milli beðanna eru 1 >/* fets
breiðir gangar, og eru hafðar lúpinur i öðrum hvor-
um þeirra. Þær verða hávaxnar og gefa þannig