Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 131
131
dálítið skjól, en einkura eru þær ræktaðar þar,
vegna þess að þær gjöra jarðveginn frjósamari,-
Jótlandsheiðar mundu hér á landi vera kall-
aðar lyngmóar, það eru lyngi vaxin hæðadrög,
vanalega smáþýfð. Jarðvegurinn var alveg ófrjór,
á honum gat ekkert vaxið annað en Ijmg; þetta
ógurlega stóra flæmi lá þannig gagnslaust.
Eftir hið mikla tjón, er Danir biðu í stríðinu
við Þjóðverja 1864, voru þeir sárt leiknir eins og
von var til; mundi það hafa orðið mörgum öðrum
þjóðum að gjörsamlegri eyðileggingu, en þá sýndu
Danir að þeir eru menn, sem elska ættjörð sína í
orðsins fyllsta skilningi. Þegar þeir höfðu lagt líf
og fé í sölurnar fyrir ættjörð sina og tapað Slésvik,
eins og náttúrlegt var móti hinum mikla herafla
Þjóðverja, þá leggur hin niðurbevgða þjóð þó ekki
árar í bát, heldur tekur höndum saman til þess að
reisa sig og landið sitt við á ný. Þeir höfðu tapað
miklu landi og urðu að vinna það upp aftur; þeir
gátu það ekki með hernaði, en þá var að finna
annað ráð. Þeir áttu mikið land ónotað, allar hin-
ar stóru józku heiðar; þar var verkefnið; landið
urðu þeir að leggja undir sig, ekki með blóðsúthell-
ingum, heldur tneð elju og atorku. Heiðafélagið
var sett á fót, og strax var byrjað á að vinna hið
ófrjóva land, og heflr því verki verið haldið áfram
í 32 ár og unnist svo mikið, að undrum sætir.
Það mark, sem þeir stefna að, er hvorki meira né
minna en að gjöra allar heiðarnar að ræktuðu
landi. Herópið er: »Z)e jyske Heders Beplantning«.
Ræktunin á heiðunum er mest innifalin i skóg-
ræktinni, þvi mestur hluti þeirra verður ekki not-
aður til annars. En þegar skógarnir hafa staðið
9*