Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 133
133
ur það þá eitt eftir. Þar sem jarðvegurinn er mjög
slæmur, rækta menn eingöngu fjallfuru, og verður
maður að sætta sig við, þótt hún verði ekki eins
fallegt og gagnlegt tré sem grenið. Hún getur þó
á 15—20 árum orðið 10—12 álna há, og ef rétt er
að farið, getur hún orðið laglegt tré með beinum
stofni. Grenið vex ekki eins fljótt eins og fjallfur-
an, en verður með tímanum mikið stærra og fall-
egra tré. Hvitgreni er harðgjörvara og fljótvaxn-
ara en rauðgreni, svo harðgjört, að bæði þar og í
Norvegi er það haft í limgarða og er gróðursett til
skjóls utan um önnur lingjörðari tré. Rauðgreni er
seinþroskaðra en hvítgreni, en verður stærra og
endingarbetra.
Alstaðar á heiðunum, þar sem greni var plant-
að einsömlu, stóð vöxtur þess í stað, hvernig sem
að var farið. Menn reyndu til við þau á þann hátt
að losa jarðveginn i kring um þau, með spaða eða
herfi. Þetta hjálpaði að eins í bráð, það gat ekki
þróast tyr en fundið var upp á því að láta fjall-
furuna fóstra það upp. Það finnast að eins fáar
undantekningar á því að grenið vaxi einsamalt á
heiðunum, nfl. þar sem þær eru góðar og þar
sem borinn hefir verið á mergill eða tilbúinn á-
burður.
Jótar hafa gjört ýmsar tilraunir til að rækta
skógfuru (Pinus silvestris), en það hefir alls ekki
viljað heppnast fyr en nú á seinustu árum, að útlit
er orðið fyrir, að hún ætli að geta vaxið í skjóli
við fjallfuruna. Síðan 1780 hefir verið sáðogplant-
að mikið af skógfuru á öllum þeim gróðrarteigum á
heiðunum, sem heyrðu undir ríkið, en það hefir allt-
af misheppnast, en þrátt fyrir það hefir þeim til-
raunum þó allt af verið haldið áfram. og er gjört