Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 134
134
enn þann dag í dag. A hinum seinasta áratug hef-
ir það sýnt sig: þar sem skógfuran stóð í skjóli inn-
an um greni og fjallfuru, er orðin voru 10—12
álna há, þá litur út fvrir að hún heppnist þar. I
Danmörku vex skógfura vel í eyjunum og á Aust-
ur-Jótlandi, en á Vestur-Jótlandi getur hún ekki
vaxið á skóglausri heiði. Mennirnir finna mismun
á loftinu í skógunum og í skóglausum héruðum og
það finnur skógfuran líka. I skógunum er ekki
eingöngu skjólið, en loftið er þar allt öðruvisi, það
er rakasamara, og hefir það mikil áhrif á skógfur-
una. í fornöld þreifst hún vel á Jótlandi, þv! þá
var það allt skógi vaxið; þar var skóglopt. Þegar
Jótar hafa fengið fjalifuru- og greniskóga og um
leið skóglopt, þá f'er skógfuran að vaxa þar.
Vér Islendingar getum dregið lærdóm út af
þessu, hvað birkiskóga vora snertir. Það eru svo
margir sem furða sig á þvi, hve illa gangi að rækta
birki, af því menn vita, að það hefir vaxið hér um
allt land og vex hér enn sumstaðar, en þetta er
ekki svo undarlegt. í fornöld var hér skóglopt, og
þá þreifst birkið vel. Þegar skógunum fór að
hnigna, sem mest hefir orsakast af vankunnáttu
manna og illri meðferð, þá fóru skilyrði fyrir vexti
og viðgangi birkisins að versna. Það er því ekki
óhugsandi að einhverjar útlendar trjátegundir reyu-
ist oss betur en birkið, og hefi eg í ferðapistlum
rnínum frá Sviþjóð (Isafold f. á.) bent á nokkrar
af hinum líklegustu, og mun eg seinna gjöra nán-
ari grein fyrir þvi.
Þar sem búinn er til nýr gróðrarteigur (Pian-
tage), þá er fvrst byrjað á því að byggja hús handa
umsjónarmanni, og siðan er búinn til gróðrarreicur
(Planteskole), sem er afgirtur með torfgarði 6 feta