Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 136
136
til farið er að planta barrtrjánum með 3—4 feta
millibili. Þetta er ágæt aðferð, en að eins nokkuð
dýr, eru þess vegna líka reyndar aðrar ódýrari.
Lyngið er þá oft ekki afsviðið, heldur stungið ofan
af rennum l’/a feta breiðum, og hnausarnir lagðir
til hliðar en rennurnar síðan djúpplægðar. A milli
þeirra, frá miðju til miðju eru 4 álnir. Eftir miðj-
unni á þessu millibili eru svo stungnar holur í röð
og eru höfð þrjú fet milli þeirra eftir endilöngu.
Er þetta svo látið liggja eins árs tfma áður farið er
að planta. I hvaða hlutföllum greni og fura eru
plöntuð, fer eftir gæðum jarðvegarins og afstöðu.
Því betri sem hann er, þess meira er notað af gren-
inu. Þar sem jarðvegurinn er heldur góður er al-
títt að planta í rennurnar 2/s greni og 1 /s furu, en
í holurnar milli rennanna er þeim plantað jöfnum
höndum á víxl. Svo þegar plönturnar fara að vaxa
er plægt á milli raðanna til þess að eyðileggja
lyngið. Sumir hafa það svo að pianta aðrahvora
röð með fjallfuru og hina með greni og ef jarðveg-
urinn er slæmur þá planta þeir líka fjallfuru inn á
milli í greniröðunum, en það er gjört á þann hátt,
að grenið fái hæfilegt rúm, þegar fjallfuran er
höggvin burtu, sem gjört er, þegar grenið er orðið
nógu vaxið til þess að geta þróast án þess að vera
i skjóli hennar. Fyrst er byrjað á þvi að höggva
af greinum furunnar, til þess að grenið fái nægilegt
ljós og loft, og sfðan er hún smámsaman tekin
burt, og eiga þá að vera um 5 — 6 fet milli greni-
raðanna og 2'/3 - 3 fet í röðunum.
Við Skovbjærg hafði með lítilli fyrirhöfn verið
plöntuð fjallfura á stórt svæði. Jarðvegurinn er
þar sendinn mjög og laus. Rennur iiöfðu verið
plægðar upp með 4 feta tnilli'oili, fyrst grunnplægð-