Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 138
138
Gegnum gróðrarteigana liggja beinir gangar
8—9 feta breiðir, og sumstaðar eru auðar spildur
um 60 feta breiðar þvert í gegnum, sem eru netnd-
ar »eldsvoðalínur« (Brandlinier), eru þær hafðar til
vara ef ske kynni, að eldur kviknaði í trjánum, til
þess að koma í veg fyrir að hann breiðist um all-
an skóginn. Öðrumegin á þessum spildum, liggur
vanalega akvegur, en hinumegin ræktað land með
korni eða kartöplum. Lyngið má ekki fá frið til að
vaxa þar, því þá er hætt við að eldur geti læst sig
eftir þvi.
Öðrum gróðrarteigum á heiðunum þarf ekki að
lýsa nákvæmlega, af því þeir líkjast allir mikið
hvor öðrum að fráskildu því, að þeir eru misjafn-
lega gamlir. Einn skógur er nálægt Hjöllund, hann
er ríkiseign og heitir »Palsgaardskov«. Það var
byrjaö að planta hann 1804, en svo kom afturkipp-
ur i það, þangað til 1819, að byrjað var fyrir al-
vöru. Ervitt hefir þar gengið með trjáræktina, en
þó er þar nú fallegur skógur af greni og furu, og
er fyrir nokkru byrjað að höggva rjóður í hann, og
er svo plantað eik og beyki i rjóðrin, og einnig
ýmsum öðrum lauftrjám. Eik eru sumir farnir að
rækta til skjóls, vex hún fljótt en þolir ekki skugga.
Þar á heiðunum verður hún varla annað en kjarr,
nema þar sem hún er ræktuð í skógarrjóðrum; þar
getur hún vaxið vel og orðið að stórum trjám.
Þegar skógarnir eru orðnir 30 ára garnlir, geta
menn vænst að fara megi að höggva þá, þar sem
trén standa þéttast, til þess að grisja þau. Eg sá
þar skóg eingöngu af fjallfuru, er var 20 ára gam-
a 11; jarðvegur var þar votur og vondur, enda voru
trén heldur ekki meira en 12—14 feta há. Samt
voru þau farin að sá til sín sjálf, og mátti víða sjá