Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 140
140
ar dældir. Hólarnir eru eingöngu myndaðir af
sandfoki, sem þyrlast upp þar við ströndina, þegar
fjara er og sandurinn f flæðarmálinu er orðinn þur;
berst hann þá undan vestanvindinum inn á land og
safnast þá saman í stóra hóla (Klitter). A vestur-
strönd Skagans er lítill bær, sem ýmist er kallaður
»Gamli Skagi« eða »Höjen«. Húsin standa í lægð-
unum á milli sandhólanna, er það hið einkennileg-
asta bæjarstæði, sem eg hefi séð. Ef ekkert væri
gjört til þess að hepta þetta sandfok, þá breiddi það
sig lengra og lengra inn yfir landið; stór svæði
mundu þannig blása upp og verða að eyðimörk.
Sandurinn er mjög fátækur af jurtafæðu, en því
fínni sem hann er, þess betri er hann. Þær fyrstu
grastegundír, sem vaxa í þessum foksandi eru
»hjálmur« (Psamma arenaria) og melur (Elymus
arenarius), og nái rætur þeirra vel að útbreiða sig,
þá fer þar að vaxa lyng og fleira. En þar sem
þessi grös ná ekki nægilegri útbreiðslu eða standa
ekki nógu þétt, þá heldur vindurinn áfram að skafa
sandinn upp í kringum þær, svo þar myndast þúf-
ur, og endirinn á þeim leik verður, að vindurinn
eyðileggur hjálminn eða melinn og þúfurnar blása
burt.
Að sandgræðslunni hafa Jótar unnið i mörg ár,
til þess nota þeir mest hjálminn, þeim þykir hann
betri til þess en tnelurinn. Hjálmurinn er aukinn á
þann hátt, að greinar eru slitnar frá aðalstöngiintim
og plantaðar í sandinn; er hann tekinn á þeim svæð-
um, þar sem hann vex þéttast, og það sem eptir
verður af honum sprettur svo betur á eptir. Hann
er plantaður í raðir og er 1—2 fet milli þeirra, en
í röðunum er plantað mjög þétt; þær eru látnar