Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 142
142
hvassviðrið eins vel. »Sandbúi«‘ (Hippophae
rhamnoides) er þar nokkuð notaður og 'reynist vel,
enda er sú planta mjög harðgjör.
Eg er því miður alveg ókunnugur söndunum
hér á landi og þeim tilraunum, sem gjörðar hafa
verið til að græða þá. Sæmundur Eyjóltsson byrj-
aði á sandgræðslu með vatnsveitingum, og kvað
það hata heppnast vel; ættu menn að halda þvi á-
fram, þar sem því verður við komið.
Það mun vera óhætt að segja, að hjálmur
muni geta þrifist hér á landi og geti orðið að sama
gagni og á .Tótlandi; en áður en gjörðar eru kostn-
aðarsamar tilraunir í þá átt, þarf að fá vissu fyrir,
hvort tré geta þrifist, svo setn fjallfura og sandbúi.
Þess vegna eru tilraunir með trjárækt hér á landi
það stig, sem menn verða að stíga, áður en menn
geta byrjað á sandgræðslu með líku fyrirkomulagi
og Jótar. I Arsriti Garðyrkjufélagsins þ. á. hefir
landfógeti Arni Thorsteinsson bent á sandvíði sem
lfklegan til að geta varnað uppblæstri.
Það mun vera vaknaður áhugi hjá mönnum
hér á landi með að gjörðar sé tilraunir með trjá-
rækt, verða menn að byrja með skjólplantnnir, það
er, að fá tré og runna til að vaxa á bersvæði og
verða á þann hátt til skjóls. Ef það tekst, þá má
hér lika rækta skóga.
Annað verkefni Heiðafélagsim er, eins og dður
er á vikið, að birgja þau héruð upp með mergli, sem
fdtœk eru af honum. Mergilbrautir eru gerðar, eru
1) Nöfnin sandbúí og hjálmur eru tekin eftir náttúrufræðingi
Helga Jónssyni.