Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 144
144
um af kolasúru kalki, því minna þarf af honum, og
því meira sem er í honum af leir, því meira má
nota af honum, þvi leirinn bætir jarðveginn. Það
verður líka að taka tillit til þess, hvernig jarðveg-
urinn er, sem maður ætlar að bera mergilinn á.
Sé jarðvegurinn súr, moldarmikill eða innihaldi mik-
ið af »húmus«, þá kemur mergill þar að mjög góð-
um notum, og eins má bera meira af honum á leir-
mikla jörð en á sandjörð. Auðvitað verða menn
líka að taka tillit til þess, hve dýr mergillinn verð-
ur manni, og sé hann dýr, sem oft getur orsakast
af löngum aðflutningi, þá er alveg nauðsynlegt að
reyna fyrir sér með það, hve mikið skuli nota
af honum.
Ef menn gætu fundið mergil hér á landi eða
kalkríka jarðtegund, sem nota mætti til áburðar, þá
mundi það efalaust hafa mjög mikilsvarðandi þýð-
ingu fyrir landbúnaðinn. Aðjunkt Björn Jensson
hefir í fyrirlestn í Jarðræktarfélagi Reykjavíkur
bent á að nota megi skeljasand.
Vatmveitingar hafa verið stundaðar á Jótlandi,
einkum meðfram Skernánni við Hasselvig, við
Konungsá og niður við Rípar.
Úr Skerná er grafinn stór áveituskurður og út
trá honum liggja svo hliðarskurðir, sem hafðir eru
svo hallalitlir sem hægt er. Þar, sem lægðir eru, er
hlaðinn garður í þær og vatnið svo leitt eftir þeim
t stokkum. Vatnsveitingarnar við Hasselvig eru
eingöngu seitluveitur, og þess vegna er áríðandi, að
skurðirnir séu með litlum og jöfnum halla. Vatnið
er leitt yfir seinni part sumars, eftir að búið er að
hirða heyið, og er það látið liggja yfir í þriggja