Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 146
146
að rækta, og er hún 170 dagsláttur. Jurtagróður-
inn er mest beitilyng. Mór (svörður) er þar alstað-
ar undir, og er ott ekki dýpra en 1 fet niður á
hann. Það sem hér er að gjöra er að fá mójörð-
unni breytt í gróðrarmold. Mómýrarnar eru þar
sumstaðar, alveg eins og svo viða hér á landi, með
ofurlitlu graslagi, sem aldrei getur þó sprottið neitt.
Aðallega gjöra menn greinarmun á »Lavmose«
(mýrum) og »Höjmose« (móum). Mórinn í mýrunum
er myndaður í vatni, annaðhvort í stöðuvötnum eða
meðfram ám. Það sem einna bezt einkennir hann,
er, að úr honum kemur mikil aska, sem orsakast af
þvi að ýms uppleyst jarðefni, sem verið hafa i vatn-
inu, hafa sezt 1 móinn, má þar til nefna brennistein,
járn, kalí og fosforsýru, en þó einkum mikið af
kalki. Ef þessar mýrar hafa orðið fyrir áhrifum at
rennandi vatni, þá eru þær grasi grónar og efsta
lagið af mónum er farið að verða myldið. I mýr-
unum er kalkið 2—4°/o, og í þeim er einnig mikið
aí köfnunarefni, þetta frá 2—4°/o. Vegna þessara
tveggja mikilsvarðandi jurtanæringarefna, og vegna
þess að efsta lagið er fariö að verða myldið, þáeru
mýrar þessar mjög vel fallnar til ræktunar, mikið
betur en móarnir. Af hinum tveimur svo mikils-
varðandi jurtaefnum, kalí og fosforsýru, finnst þar
á móti mjög lítið, hið fyrnefnda */io og hið síð-
ara */s #/o.
Svona lagaðar mýrar eru einkum í eyjunum
og á Austur-Jótlandi og einnig meðfram ám á Vest-
ur-Jótlandi. Þær hafa verið hafðar til engja og
slegnar ár eftir ár, öld eftir öld, og á þann hátt út-
pindar; ágóðinn hefir orðið minni og minni og er nú
orðinn lítill eða enginn; það eru einungis flæðiengin,
sem haldist hafa jafn frjósöm. Engjarnar hafa þó