Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Qupperneq 147
147
ekki tapað frjósemi sinni, af þvi að litið sé orðið í
þeim af köfnunarefni og kalki; af þeim efnum er
svo mikið, að maður getur sagt að þau sé óþrjót-
andi, en fyrir utan þessi tvö efni eru önnur tvö,
sem jurtunum eru naudsynleg til þess að geta vax-
ið, og eru það, eins og áður er sagt, kali og fosfor-
sýra; vanti eitt af þessum fjórum efnum, geta jurt-
irnar ekki þrifist. Upprunalega voru mýrarnar fá-
tækar af þeim tveim síðarnefndu efnum, og þegar
stöðugt hefir verið tekið af þeim, án endurgjalds,
þá eru þau farin að þrjóta.
Þegar hægt er að þurka þessar mýrar, þá eru
þær mestu auðsuppsprettur, þurfa ekki annan áburð
en kali og fosforsýru.
Móarnir (Höjmoserne) eru mestir innan til á
Jótlandi. Mórinn í þeim er að mestu myndaður
yfir vatninu, af því þeir liggja svo, að ár og vötn
hafa ekki náð að verka á þá. Slétturnar eru svo
hallalitlar, að sá litli jurtagróður, sem þar er, getur
hindrað afrennsli rigningavatnsins, jörðin verður því
súr og vot sumstaöar, og er það byrjun mómyndun-
ar. Gróðurinn á þessum móum er mest lyng og
mosi, hefir hann ekki getað fengið aðra næringu en
þá, sem upprunalega var í sandinum, sem þar er
undir, og því sem borist hefir þangað með regni og
vindi. Þess vegna er líka lítið af jarðefuum (miner-
alier) í þessum móum, og þar á meðal litið af kalki,
að eins um */* °/°> stundum að kalla ekkert, og í
þeim er ekki meira af kalí og fosforsýru en í raýr-
unum, en aftur á móti er í þeim talsvert af köfn-
unarefni 1—2°/o. Mórinn í þessum móum er oft
eins og þófi, laus og seigur og ekki hæfilegur fyrir
nokkurn gróður fyr en eftir æðilangan tlma. Þeir
10*