Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 148
148
eru því mikið verri en mýrarnar. En af því að i
þeim er talsvert af köfnunarefni og þeir liggja
vanalega vel fyrir uppþurkun, þá er þó sjálfsagt að
nota þetta land, sem með tfmanum getur áreiðan-
lega gefið miklar afurðir. Þeir eru líka mikið not-
aðir til móskurðar, þar er 1 */*—ð feta djúpt niður
á fastan mó.
Vilji maður rækta þexsa móa er un að gjöra
að breyta þófanum í myldna jörð og til þess barf að
þurka þá vel, plægja, herfa og bera á þá kalk eða
mergil og oft er borinn á þá sandur. Einnig er
vanalega borið ofurlítið af húsdýraáburði á þá og
síðan sáð grasfrœi.
Móarnir við Skovbjerg eru kallaðir »Hedemose«,
at þvi þeir eru hvorki eiginlegur »Höjmose« eða
»Lavmose«. Það fyrsta, sem gjört er á þessum mó-
um, er að plægja þá og svíða lyngið af. Með lyng-
brennsluna finnast þó undantekuingar, þar eð menn
með tilraunum vilja komast fyrir, hvort betra sé að
brenna lyngið eða ekki, en menn gjöra það þó al-
mennt, því það er lengi að fúna og gjörir vinnuna
erviðari:
Jörðin er allt of vot; er því áríðandi að ná
vatninu burt, eru þvf skurðir grafnir, strax og byrja
á að taka land til ræktunar, einn stór aðalskurður
og hornrétt út frá horium hliðarskurðir, vanalega
með 150 feta millibili og um 3 feta djúpir. Eigi
þar að verða akrar, eru skurðirnir hafðir 3—4 feta
djúpir, þ. e. a. s. ef hæfilega langt bil er haft &
milli þeirra. Sumstaðar hafa menn ekki nema 80
fet á milli hliðarskurðanna. Eftir að skurðirnir eru
grafnir, er farið að plægja jörðina, og er hún látin
liggja i flagi tvö eða þrjú ár, áður en nokkuð er
borið á hana, eða byrjað sé á nokkurri ræktun.