Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 149
149
Á spildunum milli hliðarsKurðanna eru gjörðar
ýmsar tilraunir til þess að fá reynslu fyrir hver
ræktunaraðferð bezt borgi sig. Á sumar spildurnar
er borið lag af sandi og leir, 3—4 þumlunga þykkt.
A aðrar er borinn mergill frá 28 og allt upp að 56
teningsálnir á dagsláttuna. Aftur er á aðrar borið
kainit 174—405 pund á dagsláttu og Thomasslagge
um 174 pund. Sumar spildurnar fá eina af þessum
áburðartegundum og aðrar fleiri. Það mun ekki
þörf að fara nákvæmar út í það, mundi það þá
lika verða of langt mál, og tilraunir þessar eru svo
fárra ára, að ekki verður verulega á þeim byggt.
Það er lögð mikil áherzla á að fá reynslu fyr-
ir, hvort það svari kostnaði að bera sand á og hve
mikið jarðvegurinn þurfi af kalki. Sandurinn hindr-
ar næturfrost á vorin, og er það mikils vert, því
þau eru alltíð á votum jarðvegi, vegna þess að vatn-
ið bindur hita við uppgufun sina, og er þvi hættast
við næturfrostum, þar sem uppgufunin er mest, en
vatnsgufun verður minni, þar sem sandur hefir ver-
ið borinn á. Sumir leggja sandlagið ofan á jarð-
veginn, en aðrir blanda því saman við moldina, og
hefir verið þráttað um hvort betra væri. Sé sand-
urinn mjög f'inn er betra að blanda honum saman
við gróðrarmoldina, því annars vill hann fjúka. En
sé hann að eius borinn ofan á, þá hindrar hann
betur næsturfrostin. Gott er, að sandurinn sé dá-
lítið leirblandinn.
Við þær tilraunir, eins og flestar aðrar, er
skipt árlega á um plönturnar (Sædskifte). Þessu
»sáðskifti« er ýmislega niðurraðað, vil eg að eins
geta um eitt sem þar er mikið notað.
1. ár: rúyur. Áburður á dagsláttu: 405 pund kainit,