Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 150
150
174 pund 17°/o-»Thomasfosfat«1 og 11430 pund
af húsdýraáburði.
2. ár: rófur eða belgplöntur. Áburður á dagsláttu:
347 pund kainit, 174 pund 17°/o-Thoraasfosfat
og rófurnar (en ekki belgplönturnar) fá 5715
pund at húsdýraáburði.
3. ár: hafrar.
4. ár: »Vikkehavre« (Vikker (Vicia), hafrar, ertur
og bygg). Áburður á dagsláttu: 290 pund
kainit og 116 pund 17°/o-Thomasfosfat.
5. ár: rúgur; er þá líka sáð grasfrœi. Áburður á
dagsláttu: 405 pund kainit 174 pund 17°/o-
Thomasfosfat og 11430 pund af húsdýraáburði.
6. og 7. ár: srndri og gras. Seinna áriö er jörðin
plægð í júnímánuði og rúgi sáð um haustið; er
ræktunin svo hin saina næstu 7 ár2 o. s. frv.
Á móunum gjöra menn líka tilraunir með sán-
ing af grasfræi, til þess er vanalega hafður Alope-
curus pratensis, Festuca pratensis, Phleum pratense,
Poa trivialis og Dactylis glomerata. Sumstaðar
hver tegund út af fvrir sig og annarstaðar fleiri
saman. Fræblöndun þeirra má eiginlega skipta í
tvennt: 1. þær sem hafa mikið af fárra ára jurt-
um og 2. þær sem hafa lítið af fárra ára jurtum.
I hina síðarnefndu fræblöndun er þá haft Alope-
curus pratensis, Phleum pratense, Festuca pratensis
og einnig nokkuð af Trifolium pratense og T. hy-
bridum. Eigi land þetta einnig að notast til beitar,
1) »17°/o—Thomasfosfati tákoar, að í áburðartcgund þess-
ari sjeu 17 af hundraði hverju af fosfórsýru.
2) Eg vil geta þess, að það er einkum við mýraræktina, að
þessu sáðskifti er fylgt, og taka það fram, að hjá bændnm er þvi
vanalega öðru visi niður raðað.