Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Síða 152
152
djúpplægt og herfað og gjört að engi á ný og er
það nú orðið ágætt.
Rétt vjð hliðina á þessu, þar sem einnig var
mýrlent, var búið til engi, þannig að J/» þuml,
þykkt leirlag var borið ofan á grassvörðinn en einí-
inn sandur, síðan var það herfað og að öðru leyti
farið að með það á sama hátt og hið fyrnefnda.
Þessar aðferðir munu útbreiðast meira, vegna þess
þær eru ódýrari en aðrar. En það er spurning,
sem ekki er svarað enn, hvort þessi ræktun borg-
ar sig betur en önnur vandaðri, þó dýrari sé i
svipinn.
Ymsar tilraunir eru gjörðar í þá átt, hvernig
graslaginu verði bezt viðhaldið. í því tilliti er til-
búinn áburður, kalí og fosforsýra, borinn á ár hvert.
Ef mikið fer að bera á mosa, þá er herfað til þess
að eyðileggja hann. Safnhaugaáburður er borinn á,
og mun hann vera eitthvert hið bezta meðal til
þess að viðhalda graslaginu, og einnig er borið á
svo sem >/* þuml. þykkt lag af leir.
Það sem mest er um að gjöra, er að fá món-
um breytt i gróðrarmold á svo sem 3 feta dýpi;
rneðan það vinnst ekki, er jarðvegurinn alveg
ófrjór.
Eins og áður er ávikið, er mýrarækt með líku
fyrirkomulagi og þetta alltíð orðin á Jótlandi. I
Hjöllund, sem er á heiða hryggnum, sá eg þess-
konar ræktun hjá hr. Stærmose; hann var að byrja
að rækta lynggróið þýfi; grunt var ofan á móinn,
og var jarðvegurinn mjög ófrjór, en á nokkrura
bletti, sem hann hafði byrjað á að rækta fyrir
nokkrum árum, voru nú fallegir akrar. Fyrst er
landið skorið fram, siðan eru þúfurnar rifnar sund-
ur með grefjum (Hakker), og svo er farið yfir svæð-