Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 153
153
ið rneð hnífveltiherfi (»Knivtromleharve«, Tallerk-
enharve). Verkfæri þetta er dregið af hestum og
er þun.gt, en það sker grasrótina vel í sundur, þeg-
ar það er dregið yfir þvert og endilangt. Það kost-
ar um 170 kr. Er svo jörðin plægð og herfuð og
borinn sandur á, áður en jafnað er yfir. Reynist
sandurinn mjög vel, þar sem mýrlent er.
Vanalegt er að sá höfrum fyrsta árið, en áð-
ur en það er gjört, er kainit og thomasslagge bor-
inn á, og er það hvorttveggja borið á á haustin.
Það er mikið tiðkað á Jótlandi að herfa flög
á vorin, áður en frost er farið úr jörðu (Frostharv-
ning). Þykir bezt að herfa, þegar svo sem 5—6
þuml. þítt lag er ofan á klakanum, gengur þá
verkið létt. Þar sem óræktarjörð er tekin til rækt-
unar, er hún látin liggja i flagi í 1—3 ár, og er
henni rótað um fleirum sinnum á ári hverju.
Hér á landi er mikið af móum og mýrum,
sem áreiðanlega mætti rækta, en það er ábyrgðar-
hluti fyrir menn að hvetja bændur til að leggja í
þann kostnað, einkurn af þessum tveimur ástæðum:
1. Maður getur ekki reitt sig á að þeir fullgjöri
verkið og verður það þá ónýtt. 2. Það er svo mis-
jafnt, hverja útsjón bændur hafa með að færa sér
afurðir jarðarinnar f nyt, og þar af leiðandi fá marg-
ir hverjir ekki einu sinni endurborgaðan þann kostn-
að, setn þeir hafa lagt 1 jarðabæturnar.
í byrjun aprilmánaðar síðastliðið vor (1897)
fór eg á tilraunastöðina (Forsögsstationen) í Askov
a Jótlandi og var þar í tvo mánuði, meðan á vor-
vinnunni stóð, þar til eg í byrjun júnímánaðar fór