Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 159
159
i/íoo, innan úr miðjunni á blettinum, sem bor-
ið var á.
Til þess að gróðurrækt hér á landi komist í
viðunanlegt horf þurfum vér að koma á fót hjá oss
tilraunastöð í líkingu við þær sem eru í Danmörku.
Mundi vera nóg að hún væri ein, en yrði gjörð vel
úr garði með fjárframlögum úr landssjóði. Þyrfti
hún ýmsra hluta vegna að vera nálægt Reykjavík.
Þar hefðu menn bezt kost á að kynna sér hvað
gjört væri og þar er hægra með aðflutning en
lengra burtu. Þó er sjálfsagt að hafa hana svo
langt frá sjó, að hafrok og sjávarselta nái ekki
þangað. Þess konar stofnun er áreiðanlega eina
meðalið til þess að innlend reynsla fáist í gróður-
rækt. Enginn mun efast um, að fleira geti vaxið
hér en nú á sér stað. Ef þess konar stofnun á að
verða að nokkru verulegu gagni, þá hlýtur hún að
kosta mikið fé, en menn horfa vonandi ekki í það,
þegar um nauðsynjamál er að ræða, enda væri
hægt að hafa eftirlit með því, að peningunum væri
vel varið. Það er vonandi að innan skamms verði
mvndað eitt búnaðarfélag fyrir land allt, og mundi
þá stjórn þess hafa eftirlit með tilraunastöðinni, en
landssjóður legði fram peningana.
Stofnun þessi verður að sumu leyti að vera
frábrugðin þeim i Danmörku; hún slyppi við korn-
ræktina; þó reyna mætti með bygg, þá yrði það
svo hverfandi lítið; hún hefði færri fóðurjurtir, en í
staðinn fyrir það og kornræktina ætti hún að hafa
trjárækt og matjurtarækt. Skal hér í fáum orðum
talið verkefni það, er hún mundi hafa:
1) Hvort heppnast megi að rœkta hér tré og runna
til skjóls og varnar og hverjar tegundir sé bezt
fallnar til þess.