Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 163
163
um. Eg get þess ekki í því skyni, að eg ætlist til,
að þessi siður verði tekinn upp hér á landi, en þeir,
sem hafa naut og uxa, ættu að nota þau til akst-
urs og plægingar.
Á Stockhólmssýningunni síðastliðið sumar sá
eg litinn og lipran plóg, sem vera mun enn þá létt-
ari en sá frá Fraugde, hann er frá Storebro Aktie-
bolag pr. Storebro Sverig og er nr. 13, kostar hann
17 kr. fluttur kostnaðarlaust til Málmeyjar. Æski-
legt væri, að einhver búnaðarfjelög vildu kaupa
þessa plóga; ef þeir svo reyndust vel, þá mætti
hvetja bændur til að kaupa þá.
Landbúnaður Dana er kominn á svo hátt stig,
að óhætt mun að telja þá fremsta af öllum Norður-
álfuþjóðum í þeirri grein; það mun þykja ótrúlegt
um svo fámenna þjóð og litið land. Liggur þá
nærri að spyrja hvernig á því standi, hvað það sé,
sem bafi hjálpað þeim svo vel áfram. Orsökina til
þess finnur maður í félagsskap þeirra og samtaks-
semi, sem stendur þar á svo háu stigi að slíks munu
varla dæmi.
Það félag, sem mest heflr eflt allar framfarir í
búnaði, er hið kgl. danska Landbúnaðarféiag. Það
er stofnað 29. janúar 1769. Forsetar (Præsidenter)
félagsins eru þrír, hafa þeir allir jafnmikil ráð.
Þeir eru kosnir af félagsmönnum til þriggja ára í
senn. í stjórnarnefnd (Bestyrelsesraad) eru allt að
36, og þar að auk skrifari og gjaldkeri. Stjórnar-
nefndin er kosin til þriggja ára, 18 eru kosnir með
atkvæðagreiðslu af meðlimum félagsins, og einn er
ll*