Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Side 168
168
nýjum andlegum ljósbrotum. Þar var ekkert brenn-
andi málefni, engin lýsandi hugsjón, ekkert fjarlægt
en þó laðandi takraark að keppa eftir. Þjóðin rorr-
aði kyrlát í ljósaskiftunum.
Það er margítrekuð reynzla í sögu þjóðanna, að
slík tímabil sem þetta var á Islandi eru bæði freist-
andi og um leið hagkvæmt leiksvið fyrir ofsa og
yfirgang einstakra óeyrðarseggja. Það er svo margt,
sem býr í haginn fyrir þá. Svo framarlega sem
þeir hafa eitthvað á að byggja og við að styðjast,
annaðhvort auð eða völd, þá líður sjaldan á löngu
áður smámennin og lítilmagnarnir mora fram í kring
um þá og i skjóli þeirra. Hvernig svo sem öðru
líður hafa smámennin nasasjón af því, að þar sem
auðurinn og völdin eru, þar er líka öruggastur stuðn-
ingurinn, þótt málstaðurinn sé ekki ætíð sem beztur,
og um leið, að hefðarskikkjan er sjaldan svo þétt,
að smjaðrið og flærðin ekki komist inn um eitthvert
lykkjufallið. Þessum ísmeygilegu vopnum er því ó-
spart beitt þegar svo á stendur og æsa enn meira
otsann í óeyrðarseggjunum, sem þar á ofan hitta
svo örtá bönd fvrir sér, sem herða að þeim.
Sú varð og raunin á um þessar mundir að
því er Island snerti. Þá voru hér uppi ýmsir höfð-
ingjar, skapmenn miklir og stórbrotnir í lund. Vald-
svið hvers þeirra fyrir sig var reikult og lítt tak-
markað, lögin eins og hráblautt skinn, sem teygðist
bezt í höndum þess, er sterkastur var; auður var
safnaður fyrir á fáar hendur, en örbyrgð og eigna-
skortur almennur; drykkjuskapur og óhóf keyrði
fram úr öllu hjá þeim, er nokkurs voru megnugir,
en hinir lifðu við illa aðbúð. Þótt sumir meðal þess-
ara höfðingja væru ágætum gáfum gæddir, þá var
þó enginn á meðal þeirra, er mætti teljast andlegur