Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 169
169
vegruðningsmaður, enginn, er væri þess megnugur
að skapa neitt háleitt hugsjónartakmark, er staðið
gæti sem teikn tímanna fyrir þeirra kynslóð. Þar
var ekkert merki að íylkja sér undir, allt snerist
um þessar hágöfugu persónur sjálfar, og sá varð
endirinn á, ad allir þessir höfðingjar lentu í eina ó-
friðarbendu, í endalausa málaferlahringiðu og misstu
sjónar á öllu öðru en sjálfum sér og sinni mála-
fiækju.
Helztu höfðingjar hér á landi um og ef'tir alda-
mótin 1700 voru þessir:
Stiftamtmaður var Kristian Ulrilc Guldenlöice
launsonur Kristjáns 5. og greifinnu Moth. Hann var
stiftamtmaður 1684—1719. Hann var hið mesta ljúf-
menni, vildi öllum, sem til hans leituðu, hið bezta,
en kom aldrei hér til landsins og varð því algjörlega
að byggja á fulltrúum þeim, er hann setti hér í sinn
stað.
Amtmaður var Kristján Miiller (1688 -1720).
Hann var um leið fulltrúi stiftamtmanns meðan hann
var hér á landi, en eftir 1707 kom hann aldrei til
Islands, heldur hafði hér fulltrúa fyrir sína hönd.
Hann var misendismaður og ilia þokkaður af lands-
mönnum og færði flest á verra veg það er til hans
kom.
Lögmenn voru þeir Lauritz Gottrup norðan og
vestan (1695—1714), og Páll Vídalin sunnan og aust-
an (1706—1727). Gottrup var ágætismaður um flesta
hluti, friðsamur en þó nokkuð þéttur fyrir ef svo
bar undir og vildi eigi láta hlut sinn fyrir öðrum.
Eftir að hann kom úr sendiförinni góðu snerust
margir heldri menn hér á landi á móti honum, og
átti hann lengi fullt í fangi með að verjast árásum