Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 171
171
úr skálholtsskóla 1697, sigldi síðan til háskólans og
tók þar attestats að 2 árum liðnum (1700). Hann
var góðum hæfilegleikura búinn og stundaði nám sitt
við háskólann af töluverðu kappi, en að hann hafi
haft töluvert um sig og haldið sig ríkmannlega á
háskólaárum sfnum, má ráða af því, að hann skuld-
aði að sögn 800 dali, er hann kom úr siglingunni,
og hélt þó móðir hans hann engan veginn spart.1 2
í vorum peningum er þetta mikið fé. Að afloknu
prófi kom hann aftur út og dvaldi hér til 1706, en
þá sigldi hann til að leita sér mannvirðinga hjá
konungi.
Hinn 13. maí 1707 var Oddi veitt varalögmanns
embætti norðan og vestan á Islandi, og skyldi hann
taka við lögmannsembættinu þegar Lauritz Gottrup
félli frá eða treystist eigi að þjóna því lengur.* Hinn
16. maí s. á. var hann enn fremur skipaður sækj-
andi í ýmsum málum á íslatidi, er eigi voru útkljáð
og einkum snertu höfðingja. Þannig skyldi hann
sækja mál á hendur Sigurði lögmanni Björnssyni
fyrir húðstrokudóm han t yfir Asbirni nokkrum Jóa-
kimssyni, er færst hafði undan að flytja fulltrúa land-
fógeta yfir fjörð. Enn fremar á hendur Gottrup lög-
manni fyrir það, að hann hafði tekið undir sig upp
í skuld kaleik og disk, er tilheyrði ’Grundarkirkju,
og vildi hvorugu sleppa, og enn voru fleiri mál hon-
um í hendur fengin. Um leið var skorað á alla em
bættismenn landsins að vera honum innan handar í
þessum málum og láta honum í té allar þær upp-
lýsingar, er hann kynni við að þurfa.3 Um leið og
1) Landsbókasafn 390, 4to.
2) Lögþingisbók 1707, nr. VII.
3) Lögþingisbók 1707, VIII.