Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1898, Page 175
175
er nokkuð þekktu til hans. En þótt hann nú væri
hátt settur og ekki árennilegur að etja kappi við,
hafa þó höfðingjar þeir, er hér voru fyrir í landi,
eflaust sýnt það snið á sér, að skoða hann sem jafn-
ingja sinn, sem mann, er af engu hærra bergi væri
brotinn en þeir sjálfir, og i engu meira framúrskar-
andi. Þeir hafa óefað gert sér far um að finna
þessum kjörsyni hamingjunnar ýmislegt til foráttu,
og það mátti vel takast. Þeir hafa sjálfsagt fremur
gert sér það að skyldu að skopast að oflæti hans
og hártoga allar gjörðir hans, heldur en að veita
honum málafylgi og létta honum störfin. Það var
víst ekki óalgengt, að eldri og reyndari samtiðar-
mönnum hans yrði það á, að skoða hann fremur
sem oflátung og uppskafning heldur en hlutvandan
og réttsýnau lagavörð og æðsta valdfrömuð. Að
þessu ieyti stóð hann ver að vígi heldur en hinir
útlendu vaidsmenn. Gagnvart þeim gat ekki þessi
einkar-íslenzki náungarígur og metnaður komist að.
Þeir stóðu fyrir hugskotssjónum Islendinga eins og
krýndir geisladýro hins útlenda valds, hins óþekkta
og dularfulfa. Það hjálpaði heldur ekki svo lítið til,
að þeir komu svo gott sem undan handarjaðrinum á
sjálfum konginum. Enginn gat vitað, hvað í þeim
bjó, hvað þeir ættu undir sér eða hvers þeir væru
megnugir. Þess vegna tók landslýður allur á móti
þeim með nokkurs konar forvitnisblöndnum ótta og
órólegri eftirvæntingu og þorði eigi annað en hafa
hægt um sig þegar þeir áttu í hlut. Hinn fjarlægi
og ókunni uppruni varð þeim nokkurskonar varnar-
skýla móti öllum illgjörnum árásum.
»Þeir fullmektugu« tóku nú til starfa og þóttu
þegar ærið umsvitamiklir. Byrjuðu þeir með því að
höfða mál á móti Sigurði lögmanni Björnssyni fyrir